Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Side 52

Menntamál - 01.02.1972, Side 52
nemendur leysa að meðaltali helming prófsins rétt. Sé slíkt próf notað til að gefa einkunnir eftir í skóla, þá er ekki rétt að finna einkunn- ina með deilingu á venjulegan hátt. Þessi þyngd- armörk tryggja eftir því sem íöng eru á, að röð nemenda sé rétt. Ýmsum aðferðum má svo beita til að gefa einkunn, en unr það verður ekki íjall- að hér. Stundum er reiknaður út áreiðanleikastuðull fyrir prófdómendur. Tveir eða fleiri gefa þá fyrir sama próf, og er fylgnitala reiknuð út milli einkunna þeirra. Slík fylgnitala sýnir, hve hlut- lægt prófið er, og er óeðlilegt að hún sé lág — hún má raunar ekki vera það, svo fremi próf- dómendur liafi báðir eða allir þekkingu á efninu og meðferð þess. I ýmsum tilfellum hefur munur á fyrirgjöf prófdómenda verið með ólíkindum. Fyrir sömu úrlausn í stærðfræði hefur t. d. verið gefin falleinkunn, ágætiseinkunn, og allt þar á milli. Niðurstöður slikra kannana bentu á nauð- syn þess að gera próf hlutlægari en áður tíðkaðist. Þær kröfur verður að gera til staðlaðra prófa, að upplýsingar um áreiðanleika fylgi. Þessar upp- lýsingar eru þó lítils virði, nema jafnframt sé sagt, hvernig þeiiTa var aflað, þar með hvaða hópur eða hópar tók prófið. Algengt er, að áreiðanleikastuðull vel saminna, staðlaðra prófa, bæði kunnáttu- og hæfileikaprófa, sé yfir 0,90. Almenn skólapróf eru mun óáreiðanlegri. Aðal- einkunn er þó oftast áreiðanlegri en hver ein- kunn fyrir sig, sem hún byggist á, hvað sem ann- ars má um slíkt meðaltal segja. Ef þýðingarmikil ákvörðun er byggð á úrslitum prófsins, verður að gera strangari kröfur til áreiðanleika þess en ella. Niðurstaða eins prófs, þótt áreiðanleg sé talin, er ekki álitin nægileg forsenda þess að setja barn í sérbekk eða sérskóla. Almennt próf í skóla getur hins vegar gert sitt gagn, þótt það sé mun óáreiðanlegra. Það á þó að vera keppi- keíli hvers þess, er próf semur, að gera það eins áreiðanlegt og kostur er. GILDI. Með hugtakinu gildi er átt við, hvort próf geri það, sem við ætlumst til af því. Það þætti óþarfi að spyrja, hvort landafræðipróí prófaði Jandafræðikunnáttu nemenda. En er víst, að það segi mér það, sem ég vil vita og held að það prófi? Segi ég kannske um nemanda, að hann liafi engan skilning á námsefninu, þegar ég sé röng svör hans við spurningum um nöfn borga, lengd fljóta eða röð fjarða. Þetta er ekki sagt til að gefa í skyn, að aklrei eigi að spyrja um slíka hluti. En ef við ætlum að prófa skilning, verður verkefnið að reyna á skilning. Ekkert próf getur haft gildi, nema það sé jafn- framt áreiðanlegt. Gildi er aðalatriðið í allri próf- gerð, en þar sent áreiðanleiki er nauðsynleg (en ekki nægileg) forsenda gildis, var fjallað um hann fyrst. Sama próf getur haft mikið eða lítið gildi eftir atvikum. Gildi, eins og áreiðanleiki, á því frekar við niðurstöður mælinga en mælitækið sjállt. l’alað er um gildi prófa frá mörgum sjónar- miðum. Af þeim eru þrjú algengust, og verður nú fjallað um hvert þeirra sérstaklega. Innihaldsgildi er einkum haft í huga, þegar kunnáttupróf eru samin. Þegar innihaldsgildi prófs er athugað, þá er spurt um, hve gott sýnis- horn námsefnis prófið er, og hvort það prófar það stig efnismeðferðar, sem hæfir, t. d. minnis- atriði, skilning, eða sjálfstætt mat á efninu. Ef námsmarkmið hafa verið skilgreind, er mun auðveldara en ella að semja próf þannig, að það hafi hátt innilialdsgildi, þ. e. að það prófi raun- verulega þá þætti náms og námsefnis, sent fjallað er um. I'aka verður þá jafnframt til greina hlut- fallslegt vægi hvers þáttar. Prófið hefur þeirn mun nteira innihaldsgildi, sem það speglar þessa þætti trúlegar og í sem réttustum hlutföllum. Helzta keppikefli þeirra, sem kunnáttupróf semja, er liátt innihaldsgildi, en eins og sést af framansögðu dugar engin tölfræði til að meta það, heldur einungis samanburður, þar sem próf- ið er rýnt með þætti náms og námsefnis í huga. Viðmiðunargildi segir til um fylgni einnar mælingar við aðra, fengna með öðru mælitæki. Þegar reiknað er út viðmiðunargildi prófs, getur viðmiðunin, sem prófið er borið við, verið feng- in samtímis (jafngildi, samtímagildi) eða síðar (forsagnargildi). Stundum er próf samið til að konia í stað ann- ars, sem fyrir hendi er. Hópgreindarpróf er t. d. MENNTAMÁL 46

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.