Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Side 54

Menntamál - 01.02.1972, Side 54
líkurnar, þótt hann vissulega taki einnig tillit til annarra liluta en prófúrslita, þegar hann ræð- ir framtíðarhorfur við nemandann. Gildisfylgni prófs er oftast lægri en áreiðan- leikafylgni þess. Þeim mun lægri sem áreiðan- leiki prófs og viðmiðunar er, þeim mun lægri verður fylgnin milli þeirra. Gildisfylgni prófs getur aldrei orðið hærri en kvaðratrót áreiðan- leikafylgni þess, og svo há því aðeins, að áreiðan- leiki viðmiðunarprófs sé 1.0, sem aldrei er. Þótt gildisfylgni sé lág, er forsögnin betri en engin. Forsagnargildi prófa er oft frá 0.30—0.60, sem er sannarlega ekki mjög hátt, en forsagnargildi vel saminna, staðlaðra prófa fer þó ósjaldan yfir 0.80. Til að fá hátt forsagnargildi þarf fyrst og fremst að skilgreina viðmiðunina — það, sem spáð er um — svo vel, að unnt sé að mæla hana á áreið- anlegan hátt. Þá er eftirleikurinn hægari. Hugtaksgildi. Kennari hugsar fyrst og fremst um innihaldsgildi prófa sinna, þar næst um við- miðunargildi. Niðurstöður prófa eru þó oft túlk- aðar sálfræðilega. Prófið er þá samið til að mæla eitthvað það, sem við gerum ráð fyrir að menn hafi til að bera í misríkum mæli og geti skýrt ýmislegt í atferli þeirra. Hugtök eins og greind, kvíði, rökhugsun, eru dæmi um þetta. Það er flókið verk að semja slík próf og meta gildi þeirra, og verður ekki farið nánar út í það hér. Allt, sem stuðlar að bættri prófgerð, eykur gildi prófanna. Gæta þarf t. d., að próf ofbjóði ekki lestrargetu nemenda eða skriftargetu. Öll fyrirmæli þurfa að vera skýr, spurningar vel samdar og ótvíræðar og tími nægur sé ekki um hraðapróf að ræða. Sé svo prófið í samræmi við kennslu og námsefni, standa vonir til, að niður- stöðum sé treystandi. HELZTU HEIMILDIR: Cronbacli, Lee J.: Essentials of Psychological Testing. New York, Harper & Row, 1960. 5. og 6. kafli. Gronlund, Norman E.: Measurement and Evaluation in Teaching. New York, Macmillan, 1971. 4. og 5. kafli. — Gerð prófa. Reykjavík, 1970. 8. kafli. Magnusson, David: Test Theory. Reading, Mass., Addison-Wesley, 1907. 5.—11. kafli. MENNTAMÁL 48 ------------------- Aðalfundur Kennarafélags Kennaraskóla Islands Aðalfundur félagsins var haldinn 14. des. s.l., en sá háttur er á hafður, að stjórn félagsins situr að völdum tvö starfsár. Formaður félagsins, Loftur Guttormsson, skýrði frá starfsemi félagsins, en auk stjórnarinnar eru jafnan starfshópar, er sinna ákveðnum verkefnum. Ber þar hæst menntamálanefnd, kjaranefnd og geðbótarnefnd. Félag- ar eru um 40 talsins, og taka því flestir nokkurn þátt í félagsstörfum. Á fundinum urðu allmiklar umræður um áhugamál félagsins. Voru m.a. samþykktar eftirfarandi ályktanir: 1. „Aðalfundur Kennarafélags K. í. haldinn 14. des. 1971 samþykkir að fela menntamálanefnd félagsins að efna til a. m. k. einnar samkomu kennara (kvöld- ræðna) á ári, þar sem einkum verði fjallað um kennslufræði og uppeldismál." 2. „Aðalfundur Kennarafélags K. í. haldinn 14. des. 1971 hvetur til þess að haldið verði áfram endur- skoðun á löggjöf um menntun kennara á víðum grundvelli, og verði Kennaraháskólanum ætlað þar sem veigamest hlutverk." Stjórn félagsins gaf engan kost á endurkjöri, •— en þetta er raunar að verða föst regla í íélaginu. For- maður var nú kjörinn Ingólfur Guðmundsson, en aðrir stjórnarmenn Pálmi Pétursson og Þuríður Kristjánsdótt- ir. í varastjórn voru kjörin Guðrún Ólafsdóttir og Jón Ásgeirsson. Fulltrúi í ritnefnd Menntamála Indriði Gisla- son og til vara Þuríður Kristjánsdóttir. — Á fundinum var auk þess skipað í starfshópa eins og áður. Thorndike, R. L., and E. Hagen: Measurement and Evalualion in Psychology and Education. New York, John \A61ey & Sons, 1969. 6. kafli.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.