Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Síða 59

Menntamál - 01.02.1972, Síða 59
Eru einhverjar breytingar á döfinni í sam- bandi við rekstur og námsfyrirkomulag skól- ans? Því er ekki að neita. Síðastliðið vor skipaði þáverandi menntamálaráðherra nefnd til að „gera tillögur um framtíð Fóstruskólans og tengsl hans við hið almenna fræðslukerfi.“ Var þessi nefnd skipuð samkvæmt ósk skóla- stjóra Fóstruskólans og skólanefndar hans. Þessi nefnd hefur þegar tekið til starfa og mun gera tillögur m.a. um, að skólinn verði ríkisskóli og að auknar verði inntökukröfur í skólann. Ég hef og margar tillögur fram að færa varðandi breytingar á námsfyrirkomu- lagi skólans, en það er ekki tímabært að segja frá þeim, þar eð þær hafa ekki verið ræddar til hlítar í nefndinni ennþá. Nefnd þessa skipa Sigurður Flelgason, stjórnarráðsfulltrúi í menntamálaráðuneytinu, tilnefndur af ráðu- neytinu, Kristján Gunnarsson, skólastjóri, til- nefndur af Reykjavíkurborg, Svandís Skúla- dóttir, fóstra, tilnefnd af Fóstrufélagi íslands, Ásgeir Guðmundsson, tilnefndur af Barnavina- félaginu Sumargjöf, og svo skólastjóri Fóstru- skólans. Hvaða inntökuskilyrði verða sett eftir ykkar tillögu? Stúdentspróf eða gagnfræðapróf að við- bættu tveggja ára framhaldsnámi, t.d. sam- bærilegu við framhaldsdeildir gagnfræðaskól- anna. Ég vil taka það fram, að ég sem skóla- stjóri Fóstruskólans hef engan áhuga á að einskorða inntökuna við stúdentspróf, svo mjög sem ég þó sækist eftir að fá fólk — að sjálfsögðu bæði pilta og stúlkur — með góða undirstöðumenntun. Ég álít heppilegra að fá margs konar fólk, fólk með mismun- andi bakgrunn. Hvað um framhaldsmenntun fyrir fóstrur? Hér á landi er ekki um neina sérstaka fram- haldsmenntun að ræða fyrir fóstrur. Það er heldur ekki svo ýkja langt síðan framhalds- menntunar var kostur á hinum Norðurlönd- unum. Danir voru fyrstir til að koma á „Árs- kursus“ við kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn. Mig minnir, að þessi starfsemi hafi byrjað 1960. Þetta er almennt framhaldsnám fyrir fóstrur. Taka margar forstöðukonur eða verðandi forstöðukonur þátt í þessu námi, svo og verknámsleiðbeinendur eða fóstrur, sem eru kennarar við fóstruskólana þar í landi. Ein íslenzk fóstra, Sólveig Björnsdóttir, hefur lokið námi við „Árskursus“ og kennir nú við Fóstruskólann. Önnur fóstra íslenzk stundar þar nám í vetur. í Svíþjóð gefst fóstrum kostur á framhalds- námi við kennaraháskólana í Stokkhólmi og Malmö í meðferð afbrigðilegra barna, svo sem taugaveiklaðra, heyrnarskertra, vangefinna, fatlaðra og lamaðra, svo og meðferð barna á sjúkrahúsum. Svíar leggja mikla áherzlu á að fá fóstrur til starfa á barnadeildum sjúkra- húsa, og verð ég að segja, að ég tel það einnig knýjandi þörf hér á landi. Þess má geta, að vísir er að slíku námi á vegum Barna- deildar Landspítalans, og hafa tvær fóstrur tekið þátt í því. í Noregi eiga fóstrur einnig kost á svipuðu framhaldsnámi varðandi afbrigðileg börn við Statens Spesiallærerskole í Oslo. Þaðan hef- ur ein íslenzk fóstra lokið námi varðandi heyrnarskert börn. Kennir hún nú við Heyrn- leysingjaskólann í Reykjavík. Margvísleg námskeið eru að sjálfsögðu haldin á Norður- löndum fyrir fóstrur, bæði varðandi heilbrigð börn og afbrigðileg. Þakka þér fyrir, Valborg, og megi Fóstru- skólinn blómgast og dafna. MENNTAMÁL 53

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.