Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Side 62

Menntamál - 01.02.1972, Side 62
munnsöfnuð, örva þau til leikja, jafnvel ærsla, og leyfa árásarhvötinni tiltölulega greiða útrás, meðan þau eru að yfirvinna þessi einkenni sín. En venjulega er þetta hægara sagt en gert. Barnið er hluti af fjölskyldunni og endurspeglar venjulega vandamál fjölskyldunnar allrar, einkum að því er varðar tilfinningatengsl hennar inn- byrðis. Skapferli og geðræn vandamál foreldranna geta því gert þeim ókleift að hjálpa barninu til að fá eðlilega útrás og jafnvel átt sinn þátt í að viðhalda þessum ein- kennum. Stundum er því þörf sérfræðilegrar aðstoðar, þar sem reynt er að veita foreldrunum innsýn í vanda- málið í stærra samhengi, jafnframt því sem barninu er hjálpað til að tjá tilfinningar sínar óhindrað. Oft eru þá fyrstu merkin um bata hjá barninu þau, að það verð- ur óþekkara, óstýrilátara og erfiðara að mati foreldr- anna. Því er mjög nauðsynlegt, að foreldrarnir geti fylgst með og öðlast skilning á því, sem er að gerast í sálarlífi barnsins I meðferðinni, en setji þeim ekki strax stólinn fyrir dyrnar og torveldi með því lækn- inguna. Stam er annað einkenni, sem stundum má rekja til afbrýðisemi. I flestum tilvikum er stam merki um bældar tilfinningar, einkum árásar- eða reiðitilfinningar. Með því að losa um þessar tilfinningar, hjálpa barninu til að tjá óæskilegar kenndir, i þessu tilviki til systkinis, og láta barninu skiljast, að því er frjálst að láta þessar kenndir í Ijós, án þess að það eigi yfir sér nokkra refsingu foreldra sinna eða samvizku sinnar, losnar einnig um þær hömlur, sem eru á munnlegri tjáningu. Stam er oft mjög þrálátt einkenni, og tilfinningaleg út- rás er yfirleitt ekki einhlít til lækningar á því, en þó veigamikill þáttur í meðferðinni. Eitt einkenni enn, sem mjög oft má rekja til afbrýði- semi, er hræðsla, og er þá átt við óraunhæfa hræðslu við fólk, dýr, hluti eða ímyndaðar verur, sem oft getur tekið á sig ofsafenginn blæ. Hræðsiuköst þessi geta komið fram hjá barninu bæði á nóttu og degi. Mjög er algengt, að börn hræðist sum dýr, án þess að við- hlýtandi ytri ástæða eða skýring sé fyrir hendi, eða þau hræðast eða kvíða fyrir einhverju yfirvofandi, t.d. að eitthvað komi fyrir foreldra þess, eða eins og mjög algengt er í þessu sambandi, að eitthvað komi fyrir systkinið, sem það er afbrýðisamt út í. Sum börn eiga mjög erfitt með að sofna á kvöldin, eru uppspennt, hræðast myrkrið og allt, sem í því gæti leynzt. Þegar þau sofna, geta þau samt ekki slakað á, bylta sér og svitna. Þau dreymir illa og hafa jafnvel martraðir. Draum- ar barnsins einkennast þá oftast af því, að einhver sé að reyna að taka þau, vondir karlar, dýr, ófreskjur og draugar, eitthvað, sem vill þeim illt. Allt þetta er merki um duldar eða ómeðvitaðar kenndir, sem eru bældar af sömu orsökum og áður er getið, en þrýsta á undir yfirborðinu og brjótast út á táknrænan hátt í ýmsum myndum, einkum í draumum, þegar varnirnar eru veikastar. Það er ákaflega eðlilegt og skiljanlegt, að barnið vilji losna við systkinið, sem hefur svo óþyrmilega rask- að stöðu þess í fjölskyldunni, tekið frá því ást foreldr- anna og valdið því óöryggi og kvíða. En það er líka ákaflega eðlilegt, að því þyki vænt um systkinið. Það finnur, að það á einhvern hluta í því með foreldrum sínum, því er frá upphafi innprentuð væntumþykja til þess, og það finnur, að ekkert er líklegra til að kalla yfir það reiði foreldra þess og tapa ást þeirra en að sýna systkini sínu fjandskap. Tvær andstæðar tilfinn- ingar berjast um barnið. Barninu lærist að láta aðra í Ijós, hún verður meðvituð, en hin kenndin er rekin út í yztu myrkur sálarlífsins. En samt búa báðar þessar kenndir í barninu og togast á. Þegar barn sýnir óraun- hæfa hræðslu um að eitthvað komi fyrir systkini þess, er það kannske einmitt þessi dulda ósk um að eitthvað illt hendi það, sem vekur barninu hræðslu og knýr með- vitundina til að gera allar varúðarráðstafanir til að hindra slíkt. Ef eitthvað hendir yngra systkini eru allar líkur á því, að afbrýðisamt barn kenni sjálfu sér um. Það er þessi sífellda sektarkennd, sem veldur því, að barn- ið kann að vera stöðugt hrætt um að eitthvað hendi foreldra þess, það missi þau í refsingarskyni fyrir sínar Ijótu hugsanir. Hið sama veldur slæmum draumum og martröð, þar sem barnið er í sífelldri hættu fyrir illum öflum. Það hræðist refsingu fyrir þær kenndir, sem knýja á í undirmeðvitundinni, en barnið þó gerir sér enga grein fyrir. Til þess að hræðslan hverfi, þarf barnið að geta tjáð þessar kenndir óhindrað og gera þær að nokkru meðvitaðar. Flest börn geta tjáð þessar kenndir í leik, einkum ýmis konar ímyndunarleikjum, og fá hæfilega lausn á þann átt. Lækning á þessari tegund af hræðslu felst í því að hjálpa barninu til að tjá þessar kenndir á þann hátt, sem því er eiginlegt og eðlilegt, láta þau finna, að maður skilji, hvað þau eru að segja í leik sínum og taka því sem fyllilega leyfilegum og eðlilegum hlut. Ég hef hér á undan drepið á nokkur algeng einkenni um afbrýðisemi barna. Mörg fleiri einkenni mætti nefna, sem hér gefst ekki tími til. Oft er um fleiri en eitt ein- kenni að ræða hjá sama barninu, sem geta valdið því margskonar vanlíðan. En það er mikilsvert, að foreldrar geri sér grein fyrir því, að hæfileg afbrýðisemi er al- gengt og fyllilega eðlilegt fyrirbrigði hjá börnum, reynd- ar gagnlegt í mótun persónuleikans. Sálrænir árekstrar í bernsku og lausn þeirra leggur grundvöllinn að hæfileika barnsins til að leysa vandamál sín síðar á ævinni, einkum að því er varðar tilfinningaleg tengsl þess og samskipti við annað fólk. Ef foreldrarnir líta á afbrýðisemi frá þessu sjónarmiði, þekkja einkenni henn- ar og hafa nokkra innsýn í orsakasamhengið, eru meiri likur fyrir því, að þeir geti hjálpað barni sínu yfir erfiðasta hjallann og gert afbrýðisemlna að gagnlegri lífsreynslu fyrir barnið. MENNTAMÁL 56

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.