Menntamál - 01.02.1972, Page 63
Minnt
á
frumatriði
Meðal atliyglisverðra framlaga til þeirrar byltingar-
hreyfingar í skólamálum, sem er þáttur í yfirstand-
andi menningarbyltingu í Bandaríkjunum, eru tvær
bækur, sem kennarinn John Holt hefir skrifað um
kennarareynslu sína og athuganir á hegðun og líðan
nemenda í kennslustundum: How Children Fail og
How Cltildren Learn. Báðar bækurnar hafa komið út
lijá Penguin-forlaginu. Eftirfarandi greinar eru úr
niðurstöðukafla fyrri bókarinnar.
Mikið af ]rví sem við gertim í skólunum, bygg-
ist ú hugmyndum, sem orða mætti eitthvað á
þessa leið: (1) í hinu gífurlega safni mannlegrar
þekkingar eru viss brot og molar, sem telja má
ómissandi og allir ættu að vila; (2) hvort maður
teist meira eða minna menntaður, hæfur til að
iifa skynsantlega í Jieimi nútímans og verða að
gagni í samfélaginu, fer eftir því, ltve mikið af
þessari ómissandi þekkingu liann ber á sér; (3)
það er því skylda skólanna að koma inn í liöí-
uðið á börnunum eins miklu af þessari ómiss-
andi þekkingtt og mögulegt er. Fyrir vikið erum
við að reyna að troða vissum staðreyndum, for-
skriftum og hugmyndum ofan í liverl einasta
skólabarn, livort sem það langar í bitann eða
ekki, þó það sé hrætt við hann eða bjóði við
honum og þó til sé annað, sem það ltefir miklu
meiri álmga á að læra.
I’essar skoðanir okkar eru fráleit og skaðvæn-
leg vitleysa. Um sanna menntun og raunverulegt
nám verður þá fyrst að ræða í skólum okkar,
þegar þessari vitleysu ltefir verið rutt úr vegi.
Skólar ættu að vera staðir, þar sem börn læra
það, sent þau langar mest að vita, en ekki það,
sem við liöldum að þau eigi að vita. Barn, sem
lærir eittlivað, sem það langar til að vita, man
það og notar það; barn, sem lærir eitthvað til
þess eins að gera öðrum til geðs eða hafa liann
góðan, gleymir því jafnskjótt og ekki er lengur
nauðsynlegt að gera honum til geðs eða hættu-
legt að hafa liann ekki góðan. I>að er þess vegna,
að börn gleyma megninu af því, sem þau læra
í skólanum. Þau hafa ekkert gagn af því og eng-
an áliuga á því; þau langar ekki að muna það,
þau búast ekki við að muna það og þau ætla
sér ekki einu sinni að muna það. Eini munur-
inn á góðum og lélegtun nemendum í þessu til-
liti er sá, að lélegu nemendurnir gleyma strax
en góðu nemendurnir passa sig að bíða með það
fram yfir próf. Þótt ekki kæmi annað til, væri
okkur óhætt að kasta burt ílestu af því, sem við
kennum í skólunum, því að börnin kasta því
næstum öllu burt hvort eð er.
Hvernig getum við sagt, að eitt þekkingaratriði
sé mikilvægara en annað, svo ekki sé á það
minnzt, sem við í rauninni segjum, að sum þekk-
ing sé ómissandi en allt liitt einskis nýtt, að
því er skólann varðar. Ef barn langar að læra
eittlivað, sem skólinn vill ekki kenna því og get-
ur ekki kennt því, þá er því sagt að vera ekki
að eyða tírna til ónýtis. En livernig getum við
sagt, að það, sem barnið langar til að vita, sé
minna virði en það, sem við viljum að það viti?
Hversu stórt brot af allri mannlegri þekkingu er
liægt að tileinka sér áður en skédagöngu lýkur?
Kannske einn milljónasta. Eigum við þá að trúa
því, að einliver einn af milljónustu hlutum þekk-
ingarinnar sé svona miklu mikilvægari en ein-
liver annar? Eða að ráðin verði bót á vandræð-
um samfélags og þjóðar, ef okkur aðeins tekst að
finna leið til að senda út úr skólunum börn,
sem vita tvo milljónustu at heildinni en ekki
bara einn milljónasta?
L
MENNTAMÁL
57