Menntamál - 01.02.1972, Síða 65
♦-----------------------------------------------------------------♦
LEIFUR HEPPNI
Höfundur:
Ármann Kr. Einarsson
Teikningar: Baltasar
Útgefandi:
Ríkisútgáfa námsbóka.
4-----------------------------------------------------------------1
Ýmsurn hefur orðið það íhugun-
arefni, hvernig eigi að búa Islend-
ingasögur svo úr garði að hörn og
unglingar fái áhuga á efni þeirra
og lesi þær sér til ánægju. Efni
þeirra er hinum ungu lesendum
framandi, það þjóölíf, sem sögurn-
ar lýsa, er löngu horfið, nafnaroms-
ur verða þreytandi og stafsetning
sú, sem tíðkazt liefur á útgáfum
sagnanna, hefur verið þeim frá-
hrindandi. Þótt þær hafi verið um
aldir lielzta lesefnið í sveitum lands-
ins ásamt fornaldarsögum Norður-
landa, sálmum Hallgríms og prédik-
unum meistara Jóns, er sú tíð
löngu horfin. Sú þjóölífsbylting,
sem orðið hefur hér á landi síðustu
áratugina, flóð hóka og blaða
ásamt sterkum áhrifum annarra
fjölmiðla, valda því að þessar
gömlu sögur standa nú höllum
fæti. En vissulega eiga þær fullt
erindi við liina ungu lesendur eins
og allar góðar sögur. Vandinn er
því að finna það útgáfuform, sem
gerir sögurnar lifandi í hugum
hinna ungu lesenda.
Nú hefur hinn ágæti barnabóka-
liöfundur, Ármann Kr. Einarsson,
skrifað sögu um Leif heppna. Höf-
undur segir frá eftir Eiríks sögu
rauða og Grænlendingasögu, fylgir
atburðarás í meginatriðum, sleppir
úr ýmsum persónum, sem gera efn-
ið of flókið fyrir börn, og bætir við
atburðum, einkum frá bernsku
Leifs og félaga hans. Orðaskipti og
frásögn er einföld, lýsing atburða
þægileg og eðlileg. En fátt verður
þó spennandi nema frásögnin af
viðureigninni við Skrælingja í lok
sögunnar.
Eiríkur rauði verður í þessari
sögu heldur sléttur og felldur; of-
stopamaðurinn er horfinn. Hann
þarf að berjast við fjendur, en ekki
verður með öllu ljóst hvers vegna.
Þórgestur á Breiðabólstað verður
heiftúðugastur, en þó veit lesand-
inn ekki livað því veldur. Eystri
byggð setur höfundur niður á aust-
urströnd Grænlands, en fram til
þessa liafa eystri byggð og vestri
byggð verið á vesturströnd Græn-
lands, sú eystri fyrir sunnan j)á
vestri. Þetta gerir ekki annað en
rugla nemendur, sem munu læra
meira um þetta allt seinna.
Á tveim stöðum er skrítilega að
orði komizt. Á bls. 42 segir frá
siglingu Leifs frá Grænlandi til
Noregs. Þar stendur: „Leifur mið-
aði stefnuna sunnan við ísland, og
á sjötta dægri sá hann í norðri
hvíta jökulhettu bera við bláan
himin. Hann taldi víst, að það væri
hæsti hnjúkur landsins, Oræfajök-
ull.“ Af orðalaginu verður helzt
ráðið, að Leifur hafi vitað að Ör-
æfajökull er hæsta fjall landsins,
sem er nokkuð erfitt að skilja. Á
bls. 40 segir frá því, er Þorbjörn
og dóttir hans Guðríður koma í
Brattahlíð eftir vetursetu á Herj-
ólfsnesi. Verður fagnaðarfundur
með þeim Eiríki. Leifur er að búa
skip sitt til siglingar og má engu
öðru sinna. Síðan segir orðrétt:
„Síðan var Leifur þotinn niður að
skipi, en Eiríkur rauði varð að
halda uppi samræðum við gestina."
maður. Tók hann mikinn þátt í kristilegu starfi og safn-
aðarlífi og stjórnaði meðal annars Biblíulesflokki í 25
ár. Ekki bar hann þetta utan á sér, fremur en aðra kosti
sína. Menn urðu að kynnast honum vel til að sjá, að
grundvöllur þessa óvenjulega manns, og það sem mót-
aði líf hans á svo heilbrigðan hátt, var Jesús Kristur.
Hann vildi lifa eftir orðum Frelsarans, og voru þau
hjónin bæði mjög samstillt í því. Hjálpsemi þeirra beggja
hefur verið sérstök. Þeir eru margir íslenzkir vinir
þeirra, sem á margvíslegan hátt hafa notið gestrisni og
hjálpsemi þeirra.
Ég er einn þeirra, er stend í mikilli þakkarskuld við
þau hjón. Þau hafa sýnt mér og konu minni þá vináttu,
sem aldrei verður með orðum þökkuð. Það er margs
að minnast, margt fyrir að þakka. íslenzkir vinir senda
Gretu Flensted-Jensen og börnum þeirra hjóna, ásamt
aldraðri móður hans, innilegar samúðarkveðjur.
Bjarni Ólafsson.
MENNTAMÁL
59