Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1969, Side 3

Æskan - 01.07.1969, Side 3
Skógardísin Lítið ævintýri um ævin- týraskáídið heimsfræga H. C. Andersen *h J-'a'ð var sunnudagsmorgunn einn, sólin skein svo skært og fuglarnir sungu yndislega í trjátoppunum. Það bærðist ekki hár á höfði og í fjarska heyrðist klukknahljómur frá nærliggjandi þorpum. Allir voru í sunnudagsskapi nema ungi skósmiðurinn, sem var á leið út úr bænum með drenginn sinn, hann Hans Christian. Þeir leiddust og héldu sem leið lá yfir engið út að skóginum. Það.var engin furða þó að það lægi illa á hinum unga skósmið, því hann var nýbúinn að frétta að einn viðskiptavinur hans, sem hann var búinn að vinna mikið fyrir, gæti ekkert borgað, því hann væri búinn að missa allar sínar eigur, og þelta var rnjög slæmt því skósmiðurinn átti töluverða fjárhæð inni hjá þessurn herramanni, og hann var sjálfur skuldugur og þurfti bráð- lega að gera skil. Faðir Hans Ghristians var annars alltaf svo glaður, þegar þeir fóru þessar venjulegu skógarferðir á hverjum sunnudagsmorgni. Hans litli fann vel hvað faðir hans var dapur og leið illa út af því, en jregar þeir voru kornnir inn í skóginn gleymdi liann því fljótt, því Hans var alltaf sem heillaður í hvert sinn er þeir fóru þangað. Hvílík fegurð og svo hinn yndislegi fuglasöngur. „Pabbi! hlustaðu á hvað fuglarnir syngja dásamlega," sagði Hans. „Þeir syngja ekki fyrir mig í dag,“ svaraði faðir hans dauflega. „Líttu þá á skóginn, pabbi, sjáðu bara, hann er alveg eins og gullskógur,“ sagði Hans. Þetta var um haust svo samlíkingin var ekki fráleit hjá litla drengnum. Gulleit og rauðbrún blöðin glitruðu sem gull í sólskininu. Faðir hans leit upp og horfði á hina miklu fegurð skógarins og rnælti: „Já, bara að hann væri nú úr gulli, drengur minn, þá mundi ég tína öll þau gull- lauf, sem ég gæti borið, en því rniður er nú ekki því að heilsa,“ stundi hann. Ævintýraskáldið fræga, Hans C. Andersen, var fæddur árið 1805 í Odense í Danmörku. Faðir hans var skósmiður og var heldur fátæklegt á heimilinu. Þegar búið varaðferma H. C. Andersen, lagði hann af stað Kaupmannahafnar til að freista Qœfunnar. Hann trúði því fastlega, að hann gæti orðið söngvari, en það fór nú á aðra leið, gáfur hans voru á öðru sviði, og hann mátti Qanga í gegnum miklar þrengingar °9 líða illa áður en í Ijós kom, hve hiikið skáld hann var. Að lokum varð hann frægur og það miklu frægari, en hann hafði nokkru sinni látið sig dreyma um. Ævintýrin hans Urðu síðar fræg um allan heiminn °g voru þýdd á óteljandi tungumál. Alls staðar hlaut H. C. Andersen ^ikinn heiður og hann gat með sanni sagt: „En líf mitt var þó mesta ævintýrið.“ 299

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.