Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Síða 15

Æskan - 01.07.1969, Síða 15
FMÁ UNGLINGAREGLUNNI Barnastúkan STJARNAN Barnastúkan STJARNAN nr. 103, Akra- nesi er ein fjölmennasta og þróttmesta ung- mennastúkan okkar. Fyrir nokkru, eða nán- ar til tekið sunnudaginn 23. febrúar s. I., hélt STJARNAN fjölsóttan hátíðafund af Terku tilefni, því að það var 400. fundur stúkunnar. Dagskráin var fjölþætt og góð, borin að mestu upþi af börnunum eins og Venjulega. I tilefni af þessum hátíðafundi höfum v'3 fengið gott bréf og myndir þær, sem hér birtast. Gæzlumenn stúkunnar eru Þor- 9ils Stéfánsson, yfirkennari, og Óðinn S. Inntaka, 24 nýir félagar. Geirdal, skrifstofustjóri, báðir frábærir ahugamenn og úrvals drengir. í bréfinu frá fyrsta gæzlumanni segir meðal annars þetta: ..Stúkan er stofnuð 13. nóvember 1932 °9 voru stofnendur 42. Á þessum 37 árum hefur stúkan haldið 400 fundi, eða 11 að meðaltali á ári, og segir það nokkuð um starfsemi stúkunnar. Þó féll starfsemi henn- ar að mestu niður á hernámsárunum 1941 "^-1944, vegna húsnæðisvandræða. Jón Si9mundsson gjaldkeri var gæzlumaður sWkunnar frá 1932—1957, en þá tóku við Gæzlumaður ræðir við börnin. Hópmynd, 150 félagar barnastúkunnar á fundl. Þorgils Stefánsson og Óðinn S. Geirdal. Verndarstúka barnastúkunnar er st. Akur- blóm nr. 3, en hún hefur númer og að nokkru nafn fyrstu stúkunnar, sem stofnuð var hér 16. maí 1886. Stúkustarf hefur aldrei fallið hér niður síðan, en verið mis- jafnlega þróttmikið eins og gengur. Þá má geta þess, að fyrsta barnastúkan, sem stofnuð var hér, hét Sigurvon nr. 8, stofn- uð 18. eða 28. desember 1888. Hún starf- aði nær óslitið til 1930, en var þá breytt í unglingastúku, er ekki varð langllf, mun hafa hætt störfum um líkt leyti og STJARN- AN var stofnuð.“ Við þökkum STJÖRNUNNI innilega íyrir bréfið og myndirnar, en þó fyrst og fremst fyrir frábær störf um marga áratugi. Jafn- framt óskum við henni allra heilla í fram- tíðinni. Sambandshringur stúkunnar. 311

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.