Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Síða 26

Æskan - 01.07.1969, Síða 26
ingu þess. — „Huh“ sögðu aparnir, „Tarzan er mikill clrápari." Það var helzt einn þeirra, sem ekki var á sama máli, það var hinn gamli apakóngur Kerchak, sem fannst sér misboðið nreð þessu hóli um þennan hvíta apa og hann hugði á hefndir. Með reiðiöskri óð hann inn í apahópinn, sem strax tvístraðist og hvarf upp í trén. Kerchak var hinn vígalegasti og froðan vall úr kjafti hans er hann svip- aðist um eftir óvini sínum. Kerchak sá hann sitjandi uppi á grein. „Komdu niður Tarzan mikli drápari og ég skal lægja í þér rostann. Sjáðu tennur mínar, ertu hræddur við þær?“ Aparnir uppi í trjánum horfðu undrandi á, þeg- ar þessi granni, hvíti api, Tarzan, renddi sér til jarðar og bjóst til varnar gegn hinum geysistóra karlapa. Kerchak Hvaða litir eru í sólarljósi? Ljós getur tekið á sig ýmsa liti. Ljós olíu- lampa er rauðleitara en ljós rafperu, neonljósin, sem notuð eru til aug- lýsinga, eru oftast rauð, götuljós eru stundum sterkgul eða blá. Ef járn- teinn er hitaður, verður hann fyrst rauðglóandi, síðan, ef hitað er áfram, gulur, hvítur og loks bláleitur. En hvernig er sólarljósið á litinn? Kalla má, að það sé hvítt, en í því eru þá margir litir, eins og bezt sést í regn- boganum, en einnig má sjá það með því að láta ljósgeisla fara gegnum þrístrent gler. Sé spjaldi haldið aftan við glerstrendinginn, koma allir regnbogans litir fram á spjaldinu í ákveðinni röð, eins og í regnbogan- um: rauður, gulur, grænn og blár. Sé safngleri komið fyrir á réttum stað milli strendings og spjalds, var ekki frýnilegur. Hann var næsturn feti hærri en Tarz- an og skrokkur hans allur hinn ferlegasti. Hann nálgaðist andstæðing sinn og hafði gætur á hverri hreyfingu hans. Þegar Kerchak hugðist umlykja Tarzan með hinurn löngu örmum sínum, stökk hann snögglega fram og náði taki á úlnlið apans með vinstri hendi, urn leið og hann rak veiðihnífinn upp að hjöltum inn í hinn breiða brjóstkassa óvinarins. En Kerchak var hraustur og harðger. Áður en Tarzan vissi af hafði apinn slegið á hönd hans, þá er liélt um hnífsskaftið, svo að hann missti takið á hnífn- um. En Tarzan var ekki af baki dottinn og eins og elding beygði hann sig niður undan höggi frá Kerchak, en rak um leið krepptan hnefa sinn af heljarafli í maga apans. Kerchak riðaði til falls, en með ótrúlegri hörku rétti hann sig við, hrifsaði hnífinn, sem stóð í brjósti hans og kastaði honum burt, blóðið streymdi niður um hann og litaði skógarsvörðinn. — Aftur runnu þeir urrandi saman og byltust um koll. Apinn varð ofan á og reyndi nú að ná með tönnum sínum að barka Tarzans, en Tarzan hafði náð taki á hálsi apans og hélt honum frá sér. Þannig streittust þeir við um stund, en þá fór skyndilega titring- ur um skrokk Kerchaks og Tarzan fann hvers kyns var — apinn var í dauðateygjunum. Litlu síðar stóð Tarzan á hálsi óvinar síns og rak upp siguróp sitt. Aparnir, sem höfðu horft hugfangnir á bardagann, komu nú niður úr trjánum. „Húh!“ sögðu þeir „Tarzan er mikill dráparil'. — Þannig heilsuðu þeir hinum nýja konungi sínurn, Tarz- an lávarði af Greystoke. — (frh.) hverfa litirnir aftur og renna saman í einn lrvítan blett. Skýringin á þessu er sú, að hvítt sólarljósið er í raun réttri blanda úr öllum regnbogans litum. Þrístrendingurinn skilur ljðs- ið að í frumliti sína, safngleriÖ blandar þeim aftur. Hvers vegna leitar loginn upp a við? Loginn er ekki annað en lýs' andi lofttegundir. Þetta loft er heit- ara en andrúmsloftið umhverfis og leitar því upp. Þótt einkennileg*- kunni að virðast í fljótu bragði, þa er það þyngdarkraftur jarðarinnaÞ sem þrýstir loganum upp á við. Jörð- in heldur lofthjúpnum umhverfis sig með þyngdarkrafti sínum og veldui þannig þrýstingi andrúmsloftsins, el vex niður á við. En þessi þrýstingul er það, sem þrýstir loganum upp á við. 322

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.