Skírnir - 01.01.1919, Side 10
Sldrnir]
Björn M. Olsen.
3
og skemta þeim sjálfur, hafa glaum söngs og kvæða,
skála og góðra gamanrúna í sölum sínum á kvöldin.
II.
En Björn M. ölsen varð ekki óðalsbóndi, var ekki
alinn upp til þess. Það sem er aðal eins ættliðarins, gétur
verið tóm útvirki í þeim næsta; það sem er eins og lækj-
arseitla í fari föðurins, getur brotist fram sem megin-
straumur i persónu sonarins. Fræðimenskan var hjá Bun-
ólfi Magnúsi Olsen tómstundagaraan eitt, en vísindamensk-
an og rannsóknarþráin voru aðalatriðið í lifl sonar hans.
Björns M. < >lsens verður framar öllu minst sem vísinda-
manns. Vísindunum helgaði hann beztu krafta sína, þau
voru löngum athvarf hans og vndi, þar vann hann með
glöðustu geði og glæsilegustum árangri. Að skilja könn-
uðinn og viðhorf hans við visindum sínum, er um leið að
skilja hið merkilegasta og rainnilegasta i manninum.
Vísindin eru óðal mannvitsins. Þar er skynsemin
jafnheima hjá sór og tilfinningin í trú og listum og vilja-
þrekið í framkvæmdum og stórræðum. En eins og til eru
trúmenn, sem vefa óvenju miklu af skynsemi inn í trú
sína, og orkumennina má auðkenna með því að benda á,
hvern þátt tilfinningin á í markmiðum þeirra og vitsmun-
irnir í bardagaaðferðinni, — á sama hátt má gera grein-
armun á vísindamönnunum eftir því á hverja leið hinir
sálarþættirnir tvinnast saman við skynsemina.
Margir visindamenn eru það fremur af vilja en mætti
eða tilhneigingu. Ýmsar ástæður geta hafa beint þeim
inn á þá braut, metorðagirni, samkepni, eða tizka og tið-
arandi, eins og svo algengt hefir verið á Þýzkalandi sið-
ustu öldina. Þessir menn gera oft >ekki annað en tína
saman og sjóða upp kenningar annara og áður fundnar
staðreyndir, og auka sífelt erfiði þeirra, sem á eftir koma
og aldrei geta verið vissir um, livar ný athugun eða upp-
götvun kunni að hafa slæðst með. En fátt er svo ilt að
einugi dugi. Einmitt af því að þessir menn eru ekki
l*