Skírnir - 01.01.1919, Síða 27
20 Veðurfræðistöð á íslandi. [Skírnir
in 76 X 13,a = 1033 g eða samhljóða því sem áður er
sagt rúm 1000 g á flatarsentimetra (em8). ’Af mæli-
kvarða, sem festur er við lengri pipuálmuna og merktur
cm og mm, má lesa hve hátt loftvogin stendur og mæla
breytingar, sem verða á loftþyngdinni á vissum tíma. Er
venja að tilgreina stöðu loftvogarinnar í mm. — Loftvog-
ir með öðru lagi, sem mjög tíðkast á Islandi, eru þannig
gerðar, að lofttómt málmhylki með þunnum veggjum ým-
ist þrýstist saman eða gefur sig sundur, alt eftir loftþunga
þeim, sem verkar á það utan að. Sú hreyfing verkar aft-
ur á vísi, sem snýst yfir tölusetta skífu. Skifan er merkt
með bliðsjón af kvikasilfursloftvog.
Loftvogin er af mörgum álitin hreinn og beinn veð-
urspámaður, sem »viti á sig«, liverra veðra sé von. Þetta
er þó að mestu misskilningur. Loftvogin er eins og hver
önnur vog, er að eins segir til um þyngd þess, sem á hana
er vegið, en ekki hvers efnis né virði það sé. Að vísu
gefur loftvogin meiri leiðbeiningar til að geta sér til,
hverju viðra muni, en nokkurt annað einstakt áhald, sem
menn hafa handa á milli. En lil þess að hafa fyllilega
rétt not af loftvoginni, þarl' að þekkja á hverju hún bygg-
ist og eigi varpa allri áhyggju sinni á hana sem óskeik-
ulan veðurvita. Bezta ráðið verður jafnan að »gá til
veðursc og sjá »hvernig hann lítur út« — skýjafarið,
rosabaugar, vindáttin o. s. frv. — en bera síðan útlitið
saman við stöðu loftvogarinnar. Ef »hann er ljótur« og
loftvogin að falla, eru yflrgnæfandi líkur til að illviðri sé
í nánd; en gott útlit og hækkandi loftvog gefa beztu
vonir. Geta eftirtektasamir menn og staðvanir með þessu
móti orðið undra-veðurglöggir.
Eigi hendir það all-sjaldan, að rigni eða hvessi, þótt
loftvogin bendi á »Smukt«, eða sé þurt veður þótt hún
standi á »Regn«. Má gera sér all-ljósa grein fyrir, hve
oft slíkt ósamræmi verður til jafnaðar á hverjum stað af
veðurathugunum um lengra skeið. Taflan, sem hér fer á
eftir og bygð er á 15 ára athugunum í Kaupmannahöfn,
sýnir hve miklar líkur eru til úrkomu áður sólar-