Skírnir - 01.01.1919, Side 34
■ Skírnir] Veðurfræðistöð á íslandi. 27
miðstöðin hefir fengið skeyti frá öllurn útstöðvum sinum-1
eða 2 timum eftir að þær hafa gert athuganir, býr hún
jaínskjótt til veðurkort eftir þeim. Af samanburðí við
næsta kort á undan, sér æfður maður fijótt, hverjar breyt-
ingar hafa orðið á veðrinu og hvert þær hallast. Eftir
þessum samanburði, útliti himinsins og veðurlaginu á sjálfri
stöðinni þegar kortið er gert, gefa stöðvar-verðirnir stutt-
ort yfirlit yfir veðurlagið og hverra breytinga megi helzt
vænta, ef að líkum láti. Eru þessar athugasemdir skráð-
ar neðanmáls á veðurkortið og síðan gerð mörg eintök af
þvi í snatri. Þessar »veðurfregnir« eru svo sendar með
fyrstu ferð út um alt land og festar uj)p á öllum járn-
brautarstöðvum og flestum simstöðvum.svo að allir.semvilja,
eiga aðgang að. Er það einkum gert vegna sveitabænd-
anna, sem ef til vill eru að brjóta heilann um, hvort
»hann ætli að fara að rigna«. Því að þótt veðurkortið sé orð-
ið nokkurra stunda garnalt, gefur það oftast góðar leið-
beiningar, auk þeirra sem sjálft útlit himinsins gefur á
hverjum einstökum stað. En þótt kimininn sé heiður og
blár sem stendur, eru allar ástæður til að ugga að sér,
ef það sést af veðurkortinu og veðurfregnunum, að óveður
— regn eða stormur — hefir verið á stöðum, sem ekki
eru mjög fjarlægir, þegar veðurkortið var gert. Er þá
eftir veðurkortinu oft hægt að dæma, hve miklar líkur
eru til að óveðrið nái þeim stað, sem maður er staddur á.
Stundum vill það til, að svo snöggar breytingar verða
á veðurlaginu, að kortin gefa ekki rétta hugmynd um
það, þótt nýbúið sé að birta þau. Jafnskjótt og miðstöð-
in verður slíks vör, sendir hún hraðfregn til allra þeirra
stöðva, sem birta kortin, og tilkynnir breytingar þær, sem
eru á orðnar og hverra afleiðinga sé líklegast að
vænta af þeim.
V e ð u r m e r k i. Þegar veðuri’annsókna-deildinni
Þykja likur til að stormur sé i nánd, sem valdið geti tjóni,
sendir hún skeyti um það til ýmsra stöðva út um landið,
einkum þeirra, er liggja að sjó og siglingaleiðum. Eru
þá dregin ákveðin auðkenni á liáa stöng, sem til þess er