Skírnir - 01.01.1919, Síða 37
30
Veðnrfræðistöð á íslandi.
[Skírnit
veðra sé von«. Með >veðráttu« er sjálfsagr átt við liug-
tak það, sem felst i orðinu »klima« og »klimatologi«, þótt
það sje naumast rétt, þvi veðrátta þýðir annað í íslenzku
máli. Er oft talað um að veðrátta sje óstöðug o s. frv.,
en »klima« er eins og áður er getið ekki breytilegt ár
frá ári. Finst mér réttara að halda orðinu 1 o f t s 1 a g
eða meginveðrátta.
Mikið starf liggur í'yrir veðurfræðistöð á íslandi, sem
nyrztu aðalstöð heimsins, að safna skýrslum um ísalög og
isrek í norðurhöfunum og áhrif þeirra á veðráttuna í land-
inu. Að sjálfsögðu fengi hún og til umráða allar heim-
ildir um sjávarhita og hafstrauma við strendur landsins,
til að rannsaka breytingar, sem á þeim verða. Er það
stórþýðingarmikið fyrir fiskirannsóknir og fiskiveiðar að
vita glögg deili á þeim hlutum. Árlegt hitafar Golfstraums-
ins hefir að sjálfsögðu gagnger áhrif á veðurfarið á íslandi
eins og reynst hefir i Noregi og Svíþjóð (sjá síðar). Frumáta
hafsins, rekið (plankton), er mjög viðkvæmt fyrir hita-
breytingum í vatninu og hagar sér eftir þeim, en fiski-
göngurnar eru mjög háðar rekinu.1)
Nákvæmar mælingar á úrkomumagni (regndýpt) hafa
á mörgum stöðum geysimikla þýðingu fyrir vatnsvirkja-
byggingar og verksmiðjuiðnað. Geta verkfræðingar eftir
úrkomumagni á afstreymissvæði elfanna áætlað vatnsafi
þeirra og þar af leiðandi reiknað orkumagn það, sem þær
geti framleitt á ýmsum tíðum ársins.
Enn fremur hafa og erlendir veðurfræðingar gefið gaum
að hreyfingum skriðjökla, þar sem þeir eru, ogsettbrevt-
ingar á þeim í samband við reglubundin áraskifti að harð-
æri og góðæri (Briickners Perioder).
Yfirleitt mundi veðurfræðistöð á íslandi haga störfum
sinum svipað þvi, sem reynslán hefir kent erlendum stöðv-
um, að svo miklu leyri sem hún hefði bolmagn til að feta
i spor þeirra.
*) Sbr. Björn-Helland-Hansen og Fridtbjof Nansen: TbeNorwegian.
Sea.