Skírnir - 01.01.1919, Qupperneq 51
44
Þýðingar.
[Skírnir-
sér, snúa úr þeim og hinum hjálpandi kröftum örlögsíma r
sína. Við eigum ekki að vinna áskapað hlutverk okkar í
heiminura, þrátt fyrir það að við erum smáir, heldur a f
þ v í a ð við erum smáir. Smæðin verður að vísa okk-
ur leið.
Það eru ekki stóru löndin, þar sem flæmið er nóg,
sem gengið hafa á undan í jarðyrkju. Þar borgar rán-
yrkjan sig bezt, þó að minna vaxi á hverjum blettinum.
Það eru smáu löndin og þéttbýlu, þar sem hefir orðið að
nota hvern reit, hafa sem flest og höfugust öxin á hverri
feralin, sem hafa orðið þar fyrirmyndir. Og á sama hátt
hafa smálönd og smáríki komist lengst í ræktun alþýð-
unnar. Fjölmennið er landrými menningarinnar. Þar
mæðir á mergðinni, einstakar stéttir geta verið nógu öfl-
ugar til þess að bera uppi heila menningu. Með alþýð-
una er þá látið skeika að sköpuðu. Því smærri sem þjóð-
in er, því nauðsynlegra er að hvert mannslið komi að
notum, ef á að vera hægt að skapa andrúmsloft, sem
menning getur þrifist i.
Við íslendingar erum smæstir allra menningarþjóða.
Við erum að þessu leyti fjarstæða meðal þjóðanna Mun-
urinn á okkur og þeim næstsmæstu er gífurlegur. En ein-
mitt þessvegna höfum við ekki efni á að halda uppi stétta-
menningu. Engin stétt er ein nógu sterk til þess að
skapa sérstaka menningu og halda henni við. A11 i r
verða að leggjast á eitt. Ef íslenzk alþýða hætti að
kaupa og lesa góðar bækur, þá dæi bókagerð í landinu
iit. Ef hún hætti að tala gott mál, þá ætti tungan hvergi
griðastað. Ef hún yrði skiíll, væri öll þjóðin orðin skrill.
Osjáifrátt hefir þjóðin lagað sig eftir þessum kröfum. ís-
lenzk alþýða ræðst í að lesa örðugri og þurrari bækur en
alþj-ða annara landa. Hún er jafnari, lætur sig alment
menninguna skifta meira máli. Og ef við eigum ekki ein-
ungis að standa í stað, heldur sækja í rétt horf, verðum
við að leggja sífelt meiri áherzlu á ræktun lýðsins.
Þetta má ekki misskilja svo, sem oft virðist gert, að
vanrækja eigi þann vísi til æðri mentunar, vísinda og ,
!