Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1919, Side 57

Skírnir - 01.01.1919, Side 57
50 Þýðingar. [Skírniy Og þess verður þá fyrst að geta, að þjóðin færir sér bókakost sinn aðdáanlega í nyt. Það.er í því, sem hún skarar fram úr öðrum þjóðum. Það mun örðugt að benda á nokkra góða bók, sem ekki er allmikið lesin, og þó að illar bækur séu líka lesnar, þá er það af því að lestrarfús alþýða gripur við hverju sem er, og mundi lag- ast ef ærinn kostur væri góðra bóka. En svo er ekki. Við eigum að vísu gullaldarritin fornu og margt ágætra rita frá síðari öldum, sem eru sjálfkjörin undirstaða undir mentun hvers íslendings. En þessi undirstaða er of einhæf. Hún er að mestu leytr sagnfræði og skáldskapur, og skáldskapurinn fátækur af hugmyndum í samanburði við skáldskap annara þjóða. Og fyrir öllu því, sem náttúruvísindi heita, þessum kon- unglegu vísindum 19. aldarinnar, má heita full eyða. Það er þyngra en tárum taki að bera saman í huganum bóka- gluggana í erlendum stórbæjum og bókagluggana í Reykja- vík. Nýjungarnar á bókamarkaðinum eru hér fáar og mis- jafnar, en í Bkörðin er fylt með lélegum þýðingum, prentuðum upp úr dagblöðunum, og ódýrum bókum útlendum, völd- um af aumasta liandahófi. Það má vel segja, að aldrei hafi þjóðin verið eins fá- tæk af bókum í samanburði við þarfir sínar og nú. Nítj- ánda öldin auðgaði að vísu bókmentirnar, en um leið ruddi hún stórt skarð i þær, með því að svifta rnenn srnekk fyrir rímum og riddarasögum, sem höfðu þó að minsta kosti verið andleg kviðfylli. Nú veit alþýða manna- óljóst urn tákn og stórmerki umheimsins, hún er orðin örvari í lestri og hugsun, getur ekki endurtekið eins oft það sama og áður var gert. En bókakosturinn hefir ekki vaxið í neinu skynsamlegu hlutfalli við þe3sar nýju kröfur.. VIII. Afleiðingin af þessu er sú, að við stöndum á hættu- legum tímamótum með alþýðumentunina. Ef til vill hefir lestrarfýsi manna aldrei verið eins rik og nú. Svo heflr það farið í flestum löndum. Styrjöldin mikla hefir farið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.