Skírnir - 01.01.1919, Síða 78
Skirnirl
ísland 1918.
71
bjerg og prófessor E. Arup, en af íslendinga hálfu, kosnlr af Al»
J)ingl: Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti, prófessor Einar Arnórsson,
Djarni Jónsson frá Vogi og Þorsteinn M. Jónsson. Þessl nefnd kaus
sór siöan undirnefnd og stóð alt starfið fram til 18. júlí, að upp-
kast nýja sáttmálans á íslenzku og dönsku var undirskrlfað. En
áður hafði virzt avo um tíma sem skoðanamunur ætlaði jafnvel að
verða melri en svo, að samkomulag næðist, og komu fram yms upp»
köst og tillögur, er lauk með þeim sáttmála, sem nú er staðfestur
og alkunnur. Uppkastið var borið undir Alþingi, sem kom saman
2. sept. og samþykt þar með öllurn atkvæðum gegn tveimur. Síðan
var það borið undir þjóðaratkvæði 19. okt. og samþykt með 12338
atkv. gegn 989, og í Þjóðþinginu danska voru þau samþykt 22.
nóv. með 100 atkv. gegn 20 og i Landsþinginu 29, s. m, með 42
atkv. gegn 15, og gengu í gildi 1. des.
En böggull fylgir hverju skammrifi og nokkrar »plágur« gengu
lika yfir landið á árinu, og er þar helst að telja Kötlugoslð og
kvefpestina. — Katla byrjaði að gjósa um nónbil 12. október. Varð
þess fyrst vart í sveituuum í krlng af landsskjálftahrærlngum all-
snörpum. Siðan fóru að heyrast afskaplegar dunur og dynkir í
fjöllunum og öskugráir reykjarstrókar tóku að vinda sig upp yfir
hnjúkana og smáhækka og stækka. Brauzt síðan fram mikið jök-
ulhlaup og vatnsflóð og rann á Myrdalssand austan Hafurseyjar
með ógnum og usla. Tók t. d. alveg af brúna á Hólmsá og bar
hana burtu með stöplum og öllu saman. Tóku síðan að sjást slndr-
andi glæringar og leifturblossar i reykjar- og gufumekkinum, sem
altaf varð hærri og hærri með hverjum degi. Varð hann svo hár
að hann sást vestan og norðan af landi og iangt utan af sjó og
altaf látlaus ljósagangurlnn með miklum blæbrigðum og lit-
skrauti, svo að fólk safnaðist hvervetna saman í stórhópa til að
horfa á — það sem okki var á gosstöðvunum. í jökulhlaupinu
eyddust fjórir bæir í Meðallandi: Sandar, Sandasel, Rofabær og
Melhóll, en mannbjörg varð alstaðar. Aftur á móti týndist margt
af skepnum, en sumt fanst dautt í íshrönglinu og hrönnunum. En
í nærsveitunum, þar sem loftið og hagarnir splltust af ódaun og
ösku, gerðu skepnur ýmist »að liíma eða æða um málþrota«. Ösku
fallið varð um tíma allmikið og fór víða yfir; í Reykjavfk var t. d.
einn daginn öskuskán um allar götur, og andlit og fatnaður fólks
öskugrár og kámugur. Og víðast á Suðurlandsundirlendinu voru
»allar lautir og enda rót alstaðar elns og flag af öskugráu klessu-
lagi«. Þá varð stundum svo dim.t, að ljós urðu að loga um hádag,