Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 11
8
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
„— Til hvers er þessi bók þarna? Hún Ólöf les aldrei
í bókum.
— Það eru Passíusálmarnir, barn. Þeir eru lagðir þarna
til þess að ekkert óhreint komist að líkinu.
— Hvernig óhreint? Engin óhrein föt?
— Nei, barn, engir illir andar“.
Sigga litla hélt áfram hugsunum sínum. Nú lá Ólöf
í kistu frammi í stofu. Það var reyndar ekki búið að
láta aftur kistuna, en það var sama, Ólöf var áreiðanlega
dáin, og það var þó gott. Á morgun átti að grafa kistuna,
og það gat ekki komið til mála, að Ólöf færi til guðs. Nei,
hjá Ijóta karlinum hlaut hún að lenda, en þar var vont að
vera, líklega eins heitt eins og í hvernum utan við túnið
eða í sjóðandi grautarpotti. Og þarna var ekki hægt að
sofna nokkurn blund á nóttu eða degi ... Nú fóru að renna
tvær grímur á Siggu litlu. Þó að Ólöf hefði verið vond,
þá hafði hún ekki verið svo vond, að hún ætti skilið að
vera alltaf á svona stað. Og nú mundi Sigga eftir því, að
einu sinni, þegar hún hafði átt bágt, þá hafði Ólöf gamla
verið henni góð. Og svo bað þá Sigga litla, þar sem lá
vakandi í rúmi sínu:
„— Jesús Kristur, gerðu það fyrir mig, láttu hana ekki
fara þangað“.
Sigga fór nú að athuga brúðuna sína, og þá mundi hún
allt í einu eftir því, að; Ólöf hafði viljað ná í brúðugreyið,
taka af henni tuskuskrokkinn og nota tuskurnar í bætur.
Og telpunni datt í hug, hvort ekki mundi rétt af sér að
fara með brúðuna og láta hana í kistuna hjá gömlu kon-
unni. Það gat verið, að Ólöf gamla gæti frekar sofnað, ef
hún hefði brúðuna með sér í vonda staðinn. En Ólöfu hafði
ekki þótt neitt gaman að brúðum. Hún mundi ekkert frek-
ar geta sofnað, þó að hún fengi brúðuna. Svo lofaði Sigg'a
Jesú Kristi, að hún skyldi alltaf vera góð og lesa Faðir vor
á hverju einasta kvöldi, ef hann þá frelsaði Ólöfu ur
vonda staðnum. En þá datt henni það í hug, að Jesús
Kristur mundi verða ráðalaus með að bjarga Ólöfu, þvl
hún yrði niðri í jörðinni hjá ljóta karlinum, en Kristur