Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 85
82
Jakob Thorarensen
Skírnir
fugl á kvisti, en á hinn bóginn þó hlaðinn ærnum viðfangs-
efnum, — gæfi hann um að sinna þeim. Og þess vegna var
það stundum, að þegar öfgar hugans eða ófullnægðar þrár
sóttu fastast á, þá reyndi hann að sökkva sér sem ákafast
niður í störfin og gerði sér far um að gleyma og róast.
En það kom fyrir ekki, þessi þrá var honum ofurefli,
sem óx og þrútnaði ægum vexti, unz smám saman tók að
þróast í huga hans kynleg og voðaleg ákvörðun, sem tæp-
ast átti sér kannske nokkra hliðstæðu. En „voðaleg“ var
nú raunar sú ákvörðun einungis fyrir það, að hún gat
virzt í fljótu bragði frek eða óbilgjörn um skör fram;
henni voru sem sé ekki búnar aðstæður til að sjást fyrir
um neitt, en varð aðeins að hafa sinn framgang, hvað sem
það kostaði. Og jafnframt bar þó að lyfta þessari hugsun
sem hæst mót himni og hreinsa hana af öllum sora, því að
hún var í eðli sínu heilög. Já, þrá hans var af því taginu,
að þegar henni hafði fullnægt verið, skyldi það sannast
eftirminnilega, að ávöxturinn myndi reynast einn af höf-
uðsigrum þjóðernis og kyngöfgi. Því naumast gat hjá því
farið, að máttarvöldin mundu leggja sig fram um glæsi-
legasta árangurinn, er nokkru sinni gæti á jarðríki orðið
af heitum, djörfum draumi.
Vikum og mánuðum saman héldust þessar hljóðu glóðir
í huga hans, æstar, sívaxandi glóðir, unz eldurinn varð
einhverju sinni laus, og með þeim afleiðingum, að hann
ruddist inn til hennar á skínandi vormorgni. Ruddist, já,
— svo mætti einna helzt að orði kveða, eða að minnsta
kosti virtist ekki snefill af viti eða fyrirhyggju í fram-
ferði hans á þeirri stundu, og samt var hann allsgáður,
sem svo er kallað. En svo hastarlega rasaði hann til dæmis
fyrir ráð fram, að hann gætti þess ekki að neinu fyrir-
fram, hvort maður hennar mundi heima eða eigi, — lét
sig þetta algerlega engu skipta.
Húsbóndinn var þó ekki heima, en það er erfitt að
leggja úrskurð á það, hvort sú tilviljun átti að teljast
happ hans eða ekki, happ þeirra beggja — eða ef til vill
happ þeirra þriggja.