Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 112
Skírnir
Píus páfi XI.
109
skilmerkilega og lærða formála. 1903 gaf hann út „42 let-
tere originali di Pio II relative alla guerra per la succes-
sione nel reame di Napoli“, stórmerk skjöl viðvíkjandi
ríkiserfðadeilunni í konungsríkinu Sikileyjar báðar, sem
stóð yfir frá 1458 til 1504, er Spánn sló haldi á ríkið. Þá
gaf hann 1890—99 út nokkurs konar fornbréfasafn kirkj-
unnar í Milano í 4 bindum, „Acta ecclesiae Mediolanensis“,
og 1913 gaf hann út samskonar safn um almenna sögu borg-
arinnar frá dögum hins heilaga Carlo Borromeo (f 1584)
fram á 18. öld. Er hann tók við stjórn Ambrosiana 1907, gaf
hann út mikinn leiðarvísi um safnið, sérstaklega listadeild-
ina. 1912 kom frá honum saga svartlistarinnar, „Contri-
buzione alla storia delle arti grafiche“. Hér verður að láta
staðar numið að telja fræðiritin, en auk þessa hefir hann
gefið út fjölda af fornum kortum af Milanoborg, og hafa
fylgt lærðir inngangar, og hann hefir í tímaritum út um
allan heim skrifað greinar sagnfræðilegs efnis, og er tal-
ið að þær séu nær 400. Meðan Píus XI. sat á páfastóli, var
gefið út úrval úr sagnfræðigreinum hans í 4 bindum; hef-
ir nokkuð af þeim verið þýtt á ensku, og kom það út 1934
undir titlinum „Essays in History“. Eg hefi lesið þá bók
°g dáðzt að skýrleikanum, rökfestunni, hugkvæmninni og
stöðvuninni á henni, sem er fullt eins nauðsynleg og hún
er sjálf, og eigi síður að hinum rólega, hrífandi stíl. Til
fagurra bókmennta hefir hann lagt tvö rit, sem mjög eru
annáluð. Er annað bók um næturferð á Vesuvius, „Escur-
sione notturna al Vesuvio“ (1899), en hitt er um Alpa-
göngur hans og heitir „Scritti alpinistici“; það kom út
1923, hefir verið lagt út á margar tungur, og er eina rit-
Jð, sem hann gaf út meðan hann sat á páfastóli.
Þegar rennt er augum yfir þessa starfsemi, skilja menn
uð ekki gat hjá því farið, að á slíkan mann hlæðist alls-
konar frami, krossar, heiðursmerki, doktorsnafnbætur og
annað, og að seilzt væri til þessa manns frá öðrum stöðum.
Bóka- og skjalasafnið í páfagarði var um þessar mundir
svo til í alveg sömu óreiðu eins og Ambrosiana, þegar dr.
Katti kom til skjalanna. Bókasafninu þar hafði um svipað