Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 119
116
Guðbr. Jónsson
Skírnir
sig og stofnaði ítalska ríkið. Páfi mótmælti, og taldi sig
eftir það vera fanga í Vatíkani, en ítalska stjórnin ábyrgð-
ist honum hinsvegar full yfirráð yfir Vatíkaninu og Castel
Gandolfo ásamt árlegri fjárupphæð. Páfi sagði, sem satt
var, að hann, sem ætti að vera faðir allra manna, mætti
ekki vera handbendi einnar þjóðar og mótmælti því. Píus
páfi XI. var hvorttveggja í senn, faðir allra kristinna
manna og ítali; hann skildi, að ríkislaus mátti páfi ekki
vera, og að ekki mátti heldur sundra Ítalíu. Varð loks að
samkomulagi milli páfastólsins og Ítalíu með samningi,
sem gerður var í Lateranhöllinni 11. febráar 1929, að
Vatíkanið og nokkur önnur hús og spildur í og utan Róma-
borgar voru viðurkennd frjálst og fullvalda ríki undir
stjórn páfa. Þar með var öllum þörfum kirkjunnar í þeim
efnum fullnægt, og hinni löngu deilu milli Italíu og páfa-
stólsins lokið, en hún hafði klofið þjóðina í tvo harðand-
stæða flokka.
Þá verður að telja sum heimsbréf (encyclica) Píusar
XI. með viðburðum. Svo er um bréfið „Quadragesimo
anno“, þar sem hann lýsir skyldum verkkaupanda og verk-
sala hvors við annan að réttu kristnu siðalögmáli, for-
dæmingarbréfið yfir kommúnismanum og fordæmingar-
bréfið yfir lífsskoðun þjóðernisjafnaðarmanna (natiónal-
socialista), sérstaklega yfir kynþáttakenningum þeirra og
meðferð á Gyðingum. Fram í rauðan dauðann barðist páfi
með oddi og eggju fyrir rétti Gyðinga, enda var beðið fyrir
honum í Gyðingamusterum um gervallan heim, er hann
var veikur síðustu árin. Þessu var auðvitað svarað með
ofsóknum á hendur kirkjunni bæði á Rússlandi og Þýzka-
landi, og Mexicodeiluna verður vafalaust að einhverju leyti
að hafa hér í flokki. Heimsbréf páfa frá 1922 um „actio
catholica", sem ætlar leikmönnum víðara svið en áður í
útbreiðslustarfi kirkjunnar, sérstaklega með það fyrir
augum að setja blæ kristilegs siðalögmáls á þjóðlífið, hefir
haft geysileg áhrif í kaþólskum löndum.
Það er nánast óþarfi að geta á annan hátt hins mikla