Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 116
Skírnir
Píus páfi XI.
113
veitir undanþágur og slíkt, og Poenitentiaria apostolica,
sem fjallar um aflausnarmál) — og lýsing á undirskrift-
um þeirra, en uppköstin eru mjög oft ódagsett, svo ekki er
hægt að ákveða aldur þeirra eftir öðru en undirskriftum
skrifaranna. Þá hefir páfi látið föður Bruno Katerbach,
þýzkan munk af smábræðrareglu, sem er aðstoðarmaður
í skjalasafninu, gefa út og skýra sýnishorn af skrifstofu-
höndum á páfagarði frá 1200 til 1299, en á þeim tíma er
venjulega engin undirskrift á uppköstunum, og er því ekki
um aldursákvörðun eftir öðru en rithöndunum að fara. Þó
að þetta sé hvergi nærri ígildi góðra skráa, enda til bráða-
birgða gert, gerir það þó mönnum, sem skyn bera á slíkt,
kleift að nota safnið, þó með ærinni fyrirhöfn sé. Það
mun vera þetta bráðabirgðastarf, sem páfinn kallaði að
„búa til skrár yfir skrárnar“, því fljótt á litið gæti þetta
sýnzt útdráttur úr góðum skrám.
Að því er til bókasafnsins kemur sagði dr. Ratti, er
hann kom þar til starfs, að það væri „hnot, sem ekki er
búið að brjóta, fornfræðilegur hrærigrautur og sannkall-
að völundarhús sagnfræðinnar“, og er hann settist á Pét-
ursstól, var þegar aukinn þar mannafli til að flýta fyrir
skrárgerðinni, og svo að enn hraðar færi, voru þeir upp-
gjafahermenn úr svissneska lífverðinum, sem á eftirlaun-
um eru og til þess hafa menntun, settir við að hreinrita
hina nýju spjaldskrá eftir uppköstum bókavarðanna. Upp-
setning bókanna var engu hentugri en í Ambrosiana, ákaf-
lega illa haldið á vegg- og gólfflötum, svo að híbýlin voru
uf eintómri óhagsýni orðin of þröng fyrir tímann og að
ástæðulausu. Þegar er dr. Ratti var orðinn páfi, lét hann
hefja byggingu á nýjum bókasölum með nútímafyrirkomu-
lagi og jafnframt niðurpökkun þeirra rita, sem lítt eru eða
ekki notuð. Er því starfi lokið, og safnið býr nú við nægt
pláss og góða geymslu. I sambandi við safnið hefir verið
komið upp handbókasafni, sem áður var ekki til. Þá hefir
Páfi verið mjög ör á fé til kaupa á ýmsum merkilegum
handritasöfnum, og mun hið fræga bóka- og handritasafn
Chigiættarinnar, sem hann komst yfir þegar á fyrsta rík-
8