Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 130
Skírnir
Mustafa Kemal Ataturk
127
„anatoliska æfintýriS". Þegar svo Venizelos, forsætisráð-
herra Grikkja, bauð stjórnum Vesturveldanna að skakka
leikinn þar eystra, þá var það boð með þakklæti meðtekið.
Árið 1920 hóf gríski herinn sókn, og um skeið leit svo
út sem Grikkir mundu vinna sigur, en eftir því, sem þeir
komu lengra inn í landið, varð sóknin þeim erfiðari. Land-
ið var erfitt yfirferðar og íbúarnir fjandsamlegir. Gríska
þjóðin var innbyrðis mjög sundurlynd. Venizelos fór hall-
oka í viðskiptum sínum við konungssinna og varð að flýja
land. Konstantín konungur komst aftur til valda. Vestur-
veldin, einkum Frakkland, hættu að skipta sér af aust-
rænu málunum. En Mustafa Kemal notaði sér sundur-
lyndi og óreiðu bandamanna og útbjó her sinn sem bezt,
weðan tími var til. Hann gerði leynisamninga við bolsé-
vikkastjórnina rússnesku og fékk frá henni vopn og vist-
iv. Hann samdi leynilegan frið við Frakka, sem ekki gátu
unnað Bretum að eignast Konstantínópel og ekki óskuðu
eftir grísku stórveldi í bandalagi við Breta. í ágústmán-
uði 1922 hóf hann gagnsókn á hendur Grikkjum og ger-
sigraði þá í orustunni miklu við Sakkaría. Hann hrakti
þá alveg burtu úr Anatolíu og tók Smyrna herskildi um
haustið. Á sama tíma lagði Refet, einn af hershöfðingj-
um hans, undir sig Austur-Þrakíu og hrifsaði til sín öll
völd í Konstantínópel. Soldáninn Múhamed 6. (Vaheddin)
varð að flýja land, og stuttu síðar höfðu Bretar sig á brott
ur Konstantínópel. Draumur Venizelosar um grískt stór-
veldi með Eyjahafið sem innhaf og Konstantínópel sem
höfuðborg var nú að engu orðinn. Tyrkland var endur-
reist, og með friðarsamningunum í Lausanne var Tyrk-
land viðurkennt sem sjálfstætt og fullvalda ríki með föst-
um og ákveðnum landamærum. Ekkert ríki skyldi framar
blanda sér í innanríkismál þess, og sérréttindi kristinna
manna voru afnumin. Tyrkir skyldu sjálfir ráða fjár-
málum sínum, en höfðu áður verið undir eftirliti stór-
Veldanna. Ríkisskuldirnar voru strikaðar út, útlendir auð-
Uienn sviptir eignum sínum og sérréttindum í landinu og
ríkið gert að lýðveldi. Eftir miklar deilur kaus þjóðþingið