Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 225
222
Ritfregnir
Skírnir
treysta sér til við hinar stærri bækur, einhverra hluta vegna. Á út-
gefandinn (sem um leið er þýðandi) skilið þakkir fyrir starf sitt.
Jakob Jóh. Smári.
Gríma. Tímarit fyrir íslenzk þjóSleg fræSi. Ritstjórar Jónas
Rafnar og Þorsteinn M. Jónsson. — XIII. — Akureyri. Þorsteinn
M. Jónsson. MCMXXXVIII.
í Grímu hefir þegar verið safnað heilmiklum þjóðlegum fróð-
leik, og þó að hann sé ærið sundurleitur, er það góðra gjalda vert
að gera hann á þennan hátt aðgengilegan almenningi. Þetta hefti
Grímu stendur sízt að baki hinum fyrri. Hefir hinn góðkunni sagna-
ritari Oskar Clausen ritað margar af sögum þessum, þar á meðal
þá lengstu, þáttinn af Bjarna sýslumanni á Þingeyrum. Er það allt
vel og læsilega ritað, eins og annað hjá honum. Yfirleitt er í þessu
hefti mestmegnis sagnfræðilegur fróðleikur, en lítið um beinar
þjóðsögur, því að ekki ber að nefna því nafni frásagnir um dular-
full fyrirbrigði, sem menn hafa frá fyrstu hendi og engi'a annarra
hafa á milli farið. Slikt eru sögur um óskýrða og oft undarlega
atburði, en þrátt fyrir það engar þjóðsögur. Jakob Jóh. Smári.
The Icelandic Physiologus. Facsimile Edition with an Introduc-
tion by Halldór Hermannsson. — Ithaca, New York. Cornell Uni-
versity Press. 1938. (Islandica, vol. XXVII).
Bók þessi var mjög vinsæl á miðöldunum, og komst einnig hingað
til lands, sennilega frá Englandi, og var þýdd á íslenzku (í tveim-
ur gerðum) á 12. öld. Eru til brot af báðum þessum gerðum, og
eru þau ljósprentuð hér, og ennfremur er hér texti með venjulegri
stafsetningu og fróðlegur inngangur eftir Halldór Hermannsson.
Efni bókarinnar er lýsingar á ýmsum dýrum, og eru þær hafðar
til að innræta mönnum ýmsan siðferðilegan og trúarlegan „sann-
leika“. Fylgja myndir af skepnum þeim, sem lýst er, og er bókin
merkilegust fyrir þær, — því að ekki hefir hún neitt bókmennta-
legt gildi.
Physiologus þessi, eða brotin íslenzku af honum, hafa áður verið
gefin út steinprentuð, af próf. Verner Dahlerup, árið 1889.
Jakob Jóh. Smári.
Ingunn Jónsdóttir: Minningar. Prentsmiðjan Edda, Rvík 1937.
Fyrir tæpum fimmtán árum kom út „Bókin mín“ eftir frú Ing-
unni Jónsdóttur, sem þá var rúmlega sjötug. Sú bók fékk góðar
viðtökur hjá bókamönnum, vegna þess hve efni hennar var skemmti-
legt til fróðleiks og meðferð málsins prýðileg. — 1937 koma svo
„Minningar" út. Þar segir frú Ingunn frá móðurætt sinni, endur-
minningum úr Hornafirði, Birni sýslumanni Blöndal, Þorsteini í