Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 114
Skírnir
Píus páfi XI,
111
að setja hann til starfans, því að alkunnugt var, að hann
var allra manna lægnastur í umgengni við menn. Var hann
því 1918 skipaður vísítator á Póllandi.
Þar með var lokið fyrri hlutanum af ferli dr. Rattis,
fræðimannsferlinum, og hann varð nú roskinn maður að
leggja inn á braut, sem aðrir menn hefja ungir, braut,
sem var gerólík hinni fyrri — stjórnmálamannsbrautina.
Þegar þetta gerðist var dr. Ratti 61 árs. Er til Póllands
kom var þar allt á ringulreið, deilur milli alls og allra um
allt og ekkert, biskupar deildu sín á milli um landsvæði,
klaustur um jarðir, austræni siðurinn við hinn vestræna1)
og þjóðir deildu sín á milli, en allir við gyðinga og gyðing-
ar við alla. Það var þetta, sem dr. Ratti átti að leiðrétta.
Hann fór um landið þvert og endilangt, samdi og settlaði,
og á liðugum árs tíma, var hann búinn að kippa öllu í lið-
inn og koma föstu skipulagi á kirkjumálin, sem Pólverjar
búa við enn. Páfastólnum gat ekki dulizt, að þetta væri
þrekvirki, og var dr. Ratti því 1919 skipaður sendiherra
Páfa á Póllandi og gerður erkibiskup af Lepanto að nafn-
bót, en biskupsvígslu tók hann í dómkirkjunni í Warschau
sama ár. Þar með hófst nýr framaferill fyrir dr. Ratti,
sem leiddi hann á þá hátinda virðingar, sem menn kom-
ast á hæsta.
Meðan hann var sendiherra á Póllandi, sýndi hann enn
hver feiknakjarkmaður hann var. í ágúst 1920 var sovét-
herinn rússneski, en Pólverjar og Rússar voru þá í ófriði,
kominn inn á Pólland, og var ekki nema örfáar mílur frá
Warschau. Þótti hættan svo yfirvofandi, að meginið af
stjórninni og allir erlendir sendiherrar flýðu borgina, nema
Monsignore Ratti. Hann varð einn eftir, og návist hans
verkaði svo sefandi á menn, að allt hélzt þrátt fyrir þetta
með kyrrum kjörum þar.
Hinn 19. apríl 1921 var Monsignore Ratti skipaður erki-
biskup í Mílanó, og 13. júní sama ár varð hann kardínáli.
1) Sumir innan kaþólsku kirkjunnar hafa vestræna kirkjusiði,
ems og við hér á landi, en aðrir austræna, sem eru gerólikir, og þó
er allt ein heild.