Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 123
120
Hulda
Skírnir
frá upphafi, að ljúfleg bæn átti betur en valdboð við Loga.
Eg hefi komið á bak snilldarhestum, en engum, er hefir
haft slíkan fótaburð sem Logi. Hann steig aldrei seina-
gangsspor, mýksta tölt var hans hægasti gangur. Var sem
fótur hans mætti aldrei hörðu — sem mjúk og stælt stál-
fjöður væri í hófnum, er lyfti á ný um leið og hún snerti
jörð. Hefi eg aldrei ólúnari komið af baki nokkurs hests
en Loga. Finnst mér, að þessi dæmafái fótaburður hans
muni hafa valdið mestu þar um.
Logi er fallinn fyrir allmörgum árum. Jón mágur minn
minntist hans oft við mig og bað mig að yrkja um hann.
Ekki er það Loga og eiganda hans að kenna, hve sein eg
var til þeirra framkvæmda. Er mér í minni margt, sem
Jón talaði við mig í sambandi við Loga, og hefði ýmislegt
af því sómt sér vel í dýraverndunarblaði. Einhverju sinni
mælti Jón, þá er hann kvaddi mig og dreng, sem eg bar
á handlegg — við höfðum að vanda minnzt á Loga: ,,Börn
og hestar er það bezta og saklausasta, sem eg veit. Það
breytist aldrei. Fyrir þetta tvennt er vert að lifa“. 0g
hann snaraðist riddaralegur á bak gæðingi sínunt, veifaði
hattinum og var samstundis horfinn sýnum.
Og hér kemur loks kvæðið um Loga:
Eins og geislinn, sem dansar á dúnmjúkum skýjum,
svo þú dansaðir, Logi minn.
Eins og snæljós, er blikar og blossandi hverfur,
frjálst þú barst mig í gleðilönd inn.
Þar var allt, eins og hjartaþrá óskaði beggja,
hún varð eitt, eins og streymandi flóð.
Og við skildum sem snöggvast við harmandi heiminn
eins og himneskir tónar og ljóð.
Svo, í algleymi fegurðar, flugum við löngum,
og hinn fossandi tími stóð kyr.
Lífsins fullkomnun ein nær þeim unaðarhæðum,
þar sem enginn um tíð og rúm spyr.