Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 96
Skírnir
í háura tilgangi
93
gjöld — aðeins nógu rífleg útgjöld, þau megnuðu nálega
alls á jörðu. Það var nefnilega einn af ágætustu kostum
mannsins hennar, hve afburðasnjall hann var í útvegum,
beinlínis guðdómleg aflakló. Hann hafði líka-------hafði
aðstöðu til að ganga nærri almenningssjóðum, ekki svo
að skilja . . . Hún roðnaði við af fráleitri, hálfnaðri hugs-
un, en ástúð hennar afstýrði þeirri hugsun á auga lifandi
bragði. — Almenningssjóðir, já. — En vitaskuld var það
ekki svo að skilja, að neinn hefði undan neinu að kvarta,
því að ef einhver halli varð á rekstri eða reikningum, þá
töpuðu ekki einstaklingarnir. Hann fékkst ekki við fram-
leiðslu, og að því leyti sem mistök urðu í starfrækslu hans,
þá átti þessleiðis aðallega skylt við stóru töpin, óviðráðan-
legu — illæri, landplágur, fellivetur . . . Og eins og betur
fór, snart það heldur ekki „húshald“ þeirra eða heimilis-
háttu á nokkurn veg, þótt eitthvað kynni að misheppnast
annað veifið úti í hinum sveipvindasama fjármálaheimi.
Þegar hún hugleiddi þær stórfelldu breytingar, sem á
voru orðnar um þægindi og skemmtilegheit í heimilis-
haldi, þá ran'n henni stundum til rifja vegna fyrirrennar-
ans. — Vesalingur. Hve nær ætli að hann hefði orðið þess
umkominn, að lauga samvistir þeirra í kampavíni? —
Stundum kvöld eftir kvöld og oft við fjölmenni. En slíkt
var aðeins eitt dæmi um giftu þeirra og unaðssemdir —
°g raunar minna háttar dæmi, því að mestu skipti auð-
vitað um innri hamingju þeirra beggja.
Allt af mundi hún eftir þeirri spotzku hans eða kjána-
hætti, þegar hann ávarpaði hana á vissri stundu sem ung-
frú, — hana, gifta konuna. Og samt hafði hann haft tals-
vert til síns máls, hún skildi það allt til fullnustu seinna.
En nú var sannarlega um skipt í því efni og allri af-
stöðu hennar til vors og gróanda til betra vegar snúið.
'— — Ó, skyldi henni virkilega ætlað að ala einn af lands-
ins mestu sonum? Hann hafði sagt — já, hann hafði full-
yrt þetta á einkennilegri örlagastund; hún gat aldrei
gleymt því, og í þeim djörfu orðum hafði ef til vildi falizt
bað seiðmagn, er greip huga hennar sterkustum tökum, eða