Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 89
86
Jakob Thorarensen
Skírnir
en það kom ekki þessu máli við. — Hann var víst á aldri
við hana, þessi maður, eða kannske í hæsta lagi tveimur—
þremur árum eldri. Hún fann, að hún viðurkenndi með
sjálfri sér vaxtarlag hans, — einnig framgönguna að vissu
leyti. Framkoman var annað mál, því að framkoman var
smánarleg, eins og raun gaf vitni, enda myndi hún aldrei
snúa aftur með það. — Hún þekkti mann þennan mætavel
af afspurn og vissi svo sem, að hann mundi í eigi litlu
áliti í borgaralegu lífi, enda einn af þeim, sem nógar hafði
víst tekjurnar, að sögn, og annað eða meira þurfti nú
stundum ekki, til að ávinna sér virðingu eða hylli fólks-
ins. — Hann var alls ekki fríður maður, eða það varð
naumast sagt, en hann var--------Ó, hann var skammar-
legur, og hún þurfti umfram hvern hlut að forðast að
hleypa að neinni minnstu hugsun með hlutlítilli afstöðu
gagnvart blygðunarlausasta óþokkanum, sem nokkru sinni
hafði á vegi hennar orðið.
Hinu gat hún máske ekki neitað, að hún hafði séð ávæn-
ing af þessu í augum hans einhverntíma endur fyrir löngu,
já, þegar hún velti þessu betur fyrir sér, þá var hún þess
raunar fyllilega vís, að hún hafði einmitt séð þetta spegl-
ast í sjáöldrum hans, og ef til vildi alltaf öðru hvoru fram
á þennan dag, þótt þau hefðu aðeins þekkzt eða sézt á
götu. — Jú, jú, hún hafði sjálfsagt lengi haft eitthvert
veður af öllum þessum dásemdum, sem hann vildi ljúga
í hana nú, — þessari einstæðu, fölskvalausu ást hans og
þrá og þessari ósegjanlegu göfgi heigulsins, sem forðazt
hafði að segja við hana stakt orð, meðan allt hefði þó get-
að tekizt í glöðu frelsi og fúsleika, að svo miklu leyti--
Æi, var hún annars með sjálfri sér, eða hvers konar botn-
lausar fjarstæður flögruðu nú um truflaðan huga henn-
ar. — Nei, lögregla, málsókn, stefnuvottar, það myndi
einasta gagnsvarið frá hennar hálfu, sem eitthvert vit vai'
í, eins og þetta horfði við.
Úr því varð þó eigi, og hún skildi raunar ekkert í sjálfri
sér; hún nefndi þetta jafnvel ekki með einu orði við mann