Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 227
224
Ritfregnir
Skírnir
— Þvi gat ei brostið ættarstofninn sterki,
þótt stríðir vindar græfu aldahöf,
að fólk, sem tignar trúmennskuna í verki,
það tendrar eilíf blys á sinni gröf. G. F.
Frímann B. Arngrímsson: Minningar frá London og París. BÓka-
útgáfan Edda. Akureyri 1938, 174 bls.
Bók þessi er að ýmsu átakanleg. Hún lýsir þætti úr æfi manns,
sem án efa var miklum gáfum gæddur, hafði einlæga löngun til
þess að vinna þjóð sinni gagn, sá rétt þarfir hennar á sérstöku
sviði og vildi bæta úr þeim, en hafði ekki svo trausta þekkingu
né það skaplyndi, að hann gæti aflað sér fylgis þeirra manna, er
hefðu átt að verða samverkamenn hans. Hann færist oftast meira
í fang en hann er maður til og verður því fyrir vonbrigðum og
biður ósigur. Það gerir hann sjúklega tortrygginn, hann sér leyni-
brugg gegn sér þar sem ekkert er, en lætur ekki bugast. Þekking-
arþrá hans og skilningsþörf heldur honum uppi í öllu baslinu, og
sá áhugans eldur, sem í honum brann, aflar honum góðvildar og
nokkurrar hjálpar sumra þeirra, er hann kemur sér í kynni við.
Hinir erfiðu skapsmunir og þótti, sem sjálfsvarnarhvötin elur, skír-
ast í eldi reynslunnar, svo að hann megnar að nokkru leyti að
sjá takmarkanir sínar og hefja hugann upp í þá heiðríkju, er veitir
fró. Hann var raunar skáld og rithöfundur að eðlisfari og ber þessi
bók því víða ljóst vitni. Hún er sumstaðar svo vel skrifuð, að lað-
andi er að lesa, og margar af mannlýsingum hans eru mjög skýrar
og lifandi. Eins og í flestum minningum mun margt hafa aflagazt.
SVo er það um sumt, er hann greinir frá samtali okkar, t. d. það,
er hann hefir eftir mér um Sölva Helgason, sem eg aldrei sá. Eg
var ekki heldur í París 1911, eins og hann segir, heldur 1908—
1909. En hvað sem um slíkt kann að vera, er bókin merkilegt skjal
um harmsögu hæfileikamanns, sem ekki fékk notið sín, en hafði
þó meðferðis neista ,,af Promeþeifs eilifum eldi“.
Sá er löngum endir á
Islendinga sögum. G. F.
Jóhann J. E. Kúld: íshafsæfintýri. BÓkaÚtgáfan Edda. Akui'-
eyri 1939. 128 bls.
Höf. segir i eftirmála: ,,I æsku var ég mjög hrifinn af öllu, sem
laut að ritmennsku. Mér er óhætt að fullyrða, að hefði ég mátt
búa mig undir æfistarf, eftir frjálsu vali, hefði ég viljað verða
rithöfundur".
Bók þessi, sem er skrifuð til dægrastyttingar á heilsuhæli, ber
þess ljós merki, að löngun höfundar til að verða rithöfundur hefir
ekki verið út í bláinn. Hann er fæddur rithöfundur og óvíst, að