Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 109
106
GuSbr. Jónsson
Skírnir
sagnfræði, og við þá fræðigrein hélt hann tryggð síðan.
1888 lét hann af kennslu við prestaskólann, og varð einn
af doktorum Ambrosiusarbókasafnsins, og þar með hófst
glæsilegur fræðimannsferill, er stóð yfir tæp 30 ár.
Það gefur að skilja, að bókasafnslega séð var það í
sjálfu sér ekki Ambrosiana fyrir góðu, að mennirnir, sem
þar unnu, voru valdir til starfans eftir allt öðrum sjónar-
miðum en safnasjónarmiðum, enda var safnið, þegar dr.
Ratti kom þangað, orðið langt aftur úr öllum öðrum söfn-
um að innri frágangi. Hann var hagsýnn og víðsýnn mað-
ur og sá, að við svo búið mátti ekki standa, og lagði þegar
geysilega rækt við safnstarfið sjálft. Skrárnar yfir safn-
ið voru úreltar og óaðgengilegar, og fór dr. Ratti að vinna
að nýrri skrá yfir safnið með nútímasniði, nýrri skipun á
niðurröðun og uppsetningu bókanna, og hann fékk komið
upp handbókasafni til afnota á lestrarsal. Jafnframt fékk
hann því til leiðar komið, að settir voru upp nútímabóka-
safnsskápar, en hinir fornu skápar voru svo rúmfrekir og
óhentugir, að bókhlaðan var löngu orðin full, svo að til
vandræða horfði, enda þótt hún væri fullnóg, ef skynsam-
lega var í hana sett; með þessu móti sparaði dr. Ratti um
ófyrirsjáanlegan tíma kostnaðinn við nýja bókhlöðu.
Merkasta starfið, sem stóð af honum fyrir safnið, er
vafalítið hin mikla rækt, sem hann lagði við viðhald og
viðgerð handrita og bóka, sem voru skemmd eða lágu und-
ir skemmdum. Nú á dögum hefir hvert stórt bókasafn við-
gerðarstofu, og minni háttar bókasöfn hafa allt af tæki
og kunnáttu til slíkra handbragða; þetta var t. d. iðkað
við söfnin hér um nokkurra ára skeið, en mun nú mjög
lítið, ef nokkuð, vera að því gert. Þegar dr. Ratti kom í
Ambrosiana var öðruvísi ástatt, því að þá þekktist hvorki
kerfuð né vísindaleg viðleitni í þá átt, og það lítið, sem
gert var, var velmeint gutl, aðallega fólgið í að líma gagn-
sæan pappír á grotnandi plögg. Það gat ekki hjá því farið,
að jafnathugulum og áhugafullum manni og dr. Ratti, sem
hafði undir umsjá sinni ýms dýrmætustu handrit heims-
ins, yrði það ljóst, að neyta yrði allra bragða þeim til