Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 50
Skírnir
Þýðing'ar
47
menningseign, nema þau séu þýdd. En hvert gott rit er
sérstakur sjónarhóll í heimi andans. Sú útsýn, sem þaðan
fæst yfir einhvern hluta tilverunnar, er aldrei að öllu hin
sama og í öðrum ritum. Þótt sjónarsviðið kunni að vera
hið sama, verður ljósið og veðrið, sem hlutirnir birtist í,
með öðrum blæ, sem ekki fæst annarstaðar. Eitt frumlegt
rit getur því aldrei verið fullkomið ígildi annars.
Sama má nú að nokkru leyti segja um þýðingu. Hún
getur raunar aldrei orðið að öllu jafngild frumritinu, því
að engin tvö mál eru jafnfær í allan sjó hugsana og geðs-
hræringa. Þau taka hlutina nokkuð mismunandi tökum og
hafa hvort sína hrynjandi og hljómblæ. Við því verður
ekki gert. I þeim efnum verður málið allt af þröskuldur
milli þjóða. Sá, sem þýðir rit úr erlendu máli á sína tungu,
mun nú að jafnaði reyna að skila þangað eins miklu og
hann getur af því, sem hann fann í frumritinu. En kröfur
þær, sem gerðar hafa verið til þýðinga í þeim efnum,
hafa verið misjafnar á ýmsum tímum eftir því, hve mikils
réttur frumritsins var metinn. Þróunin hefir verið í þá
átt að virða þann rétt meir og meir, breyta ekki, fella
ekki úr né auka við það, sem í frumritinu stendur. Þýð-
andinn er því allt af milli tveggja elda. Annars vegar eru
skyldur hans við frumritið, hins vegar skyldurnar við
móðurmálið. Hann má ekki þýða ónákvæmt og hann má
ekki brjóta lög tungunnar.
F. Seymour Smith, enskur nútíðarhöfundur, sem ritað
hefir um þýðingar, segir:
Þær meginreglur, sem nú er fylgt um þýðingar, eru á
þessa leið:
1- Hugmyndum frumritsins verður að ná án þess að
sleppa nokkru eða bæta við.
2. Stíll og háttur þýðingarinnar á að vera svo sviplíkur
stíl og hætti frumritsins sem unnt er.
3. Málið á þýðingunni á að vera eins auðvelt og eðlilegt
og á frumriti, að svo miklu leyti sem það getur orðið
í samræmi við reglur þær, er nú voru greindar.