Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 38
Kristján Albertson
Þróun íslenzkunnar
i.
Ást sú til íslenzkrar tungu, sem Fjölnismenn tóku í arf
frá slíkum mönnum sem Rasmus K. Rask og Sveinbirni
Egilssyni, hefir reynzt það örlagavald, sem mestu hefir
ráðið um þróun ritmálsins fram til síðustu tíma. Með
hreintungustefnu sinni bannfærðu þeir hið dönskuskotna
mál, sem ýmsir af menntamönnum þeirra tíma létu sér
sæma að skrifa, og kröfðust þess, að ekki væru önnur orð
notuð í íslenzku en þau, sem væru af norrænu bergi brot-
in. Bak við þessa kröfu fólst trú á andlegan mátt og sið-
lega göfgi tungunnar, samofin rómantískri ást á norrænni
fornmenningu, og kemur hvorttveggja ef til vill hvergi
hreinna og einlægar fram en í bréfum Rasks, sem hann
skrifar ungur, um það leyti sem augu hans eru að ljúkast
UPP fyrir hetjuanda gullaldarinnar og sögustílsins. „Með-
an líf mitt endist“, skrifar hann, „skal það vera huggun
ttiín og gleði, að þekkja þetta mál, og sjá í ritum þess,
hvernig feðurnir hafa borið þjáningar og sigrazt á þeim
Pieð hugprýði. Þú getur verið þess viss, að mig furðaði á
því í fyrstu, að feður vorir skuli hafa getað átt svo frábæra
fungu, og að mál okkar, sem mér þó virðist langtum lengra
komnir í vísindum, skuli vera miklu lélegri“. í öðru bréfi
segir hann: „Eg legg ekki stund á íslenzku til þess að nema
&f henni stjórnlist, hernaðarlist, eða slíkt, nei, heldur til
þess að hugsa eins og mannlegri veru sæmir, til þess að
breyta þeim lága og niðurbælda anda, sem mér hefir verið
* brjóst blásinn frá blautu barnsbeini, til þess að styrkja
sál mína, svo að hún fyrirlíti þær hættur, sem á vegi mín-
UIU verða“, o. s. frv.
Það var ekki nema eðlilegt, að slíkri trú á yfirburði tung-
3*