Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 48
Skírnir
Þróun íslenzkunnar
45
streymi útlenzkra orða inn í íslenzkuna. Og höfðingjar
hvað hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Ef þeir menn,
sem bezt kunna íslenzku, taka að kæra sig kollótta um,
hvort orðin, sem þeir skrifa, eru innlend eða útlend, þá
má nærri geta, hve lengi allir hinir, sem ver eru að sér,
halda áfram að berjast við að skrifa sem hreinast og
þokkalegast mál.
V.
Hér er úr vöndu að ráða. Hvort mönnum líkar betur eða
ver, þá eru allar horfur á, að þeim skrifandi mönnum fari
fjölgandi, sem er annara um óskerta hugsun en tándur-
hreina íslenzku. Hins vegar er sjálfsagt, að í hverju ein-
stöku tilfelli sé leitað til þrautar í fórum íslenzkunnar, áð-
ur en útlendu orði er hleypt inn í ritmálið. Einstakir vís-
indamenn, fyrst og fremst heimsspekingarnir Ágúst
Bjarnason og Guðmundur Finnbogason, og einstakar
nefndir, sérstaklega svo sem orðanefnd verkfræðingafé-
lagsins (Guðm. Finnbogason, Sigurður Nordal o. fl.) hafa
þegar unnið 'mikið starf og merkilegt í þessa átt og gefið
út viðauka við íslenzkar orðabækur. Hvers vegna ekki að
koma allri þeirri starfsemi á fastari kjöl, og reyna að
fryggja henni þau áhrif, sem nauðsynleg eru, ef hún á
að verða lifandi þáttur í þróun málsins?
Hvers vegna ekki að koma á fót stofnun, sem hefði við-
líka verksvið og franska akademíið; væri skylt að vaka yfir
þróun tungunnar, löggilti nýyrði, aðfengin og heimafeng-
iu, og kæmi þeim á framfæri við skóla, blöð og allan al-
Uienning? Þurfum við að hika við slíkt, af því að við erum
ekki stórveldi eins og Frakkar; er ekki sú ástæða nóg, að
okkur hefir hlotnazt sú vegsemd, að vera einum trúað fyr-
ir merkilegri tungu, sem á stórfengleg afrek að baki sér,
°g að við viljum ekki láta reka á reiðanum um, hvernig
fer fyrir þessari tungu?