Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 107
104
Guðbr. Jónsson
Skírnir
hélt hann alla tíð í Milano. Mun hér gæta áhrifa frá hin-
um heilaga Jóni Bosco, stofnanda reglu þeirrar, sem kennd
er við heilagan Franciscus af Sales,1) en honum hafði dr.
Ratti kynnzt í Torino og átti það eftir, þegar hann hafði
setzt á páfastól, að taka hann í helgra manna tölu.
Það er engum blöðum um það að fletta, að síra Ratti
var frábær klerkur bæði að þessu og öllu öðru leyti. Líf-
erni hans var viðbrugðið, hófsemi hans og iðjusemi. Hann
var kominn á fætur á hverjum morgni kl. 5, drakk kaffi-
bolla um kl. 8, er hann hafði lokið messu sinni, og matað-
ist síðan ekki nema einu sinni það, sem eftir var dagsins.
Karlmennsku hans var og viðbrugðið, og kom hún fram
í mörgu. Til afþreyingar gerðist hann fjallgöngumaður,
og komst á því sviði sem annars staðar í fremstu röð, enda
varð hann heiðursfélagi í ítalska fjallgöngumannafélag-
inu. Gekk hann árlega á ýmsa tinda Alpanna, og kleif hann
þá ineðal annars Monte Rosa Ítalíu megin, en það hafði
fram að því þótt ógerningur. Kleif hann tindinn ásamt vini
sínum og komst upp og, það sem mest afrek þótti, niður
aftur, en leið sú, er hann fór, er síðan farin og kölluð Via
Ratti. Á þessum fjallgöngum kom það oftar en einu sinni
fyrir, að hann lagði líf sitt í veð til þess að bjarga öðrum
fjallgöngumönnum, og var þegar áður en hann varð páfi
á einum stað búið að setja upp minnisvarða af því tilefni.
Um karlmennsku hans eru fleiri dæmi. Árið 1898 varð
heiftugt verkamannaupphlaup í Milano, og flúðu margir
yfirstéttarmenn borgina af hræðslu; sannast er að segja,
að prestar eru ekki hugaðri en annað fólk, þegar á reynir,
enda flúði þá meginið af klerkum borgarinnar, og fór svo
að síra Ratti var svo til einn eftir. Þá þótti ekki gott að
ganga um göturnar á prestafötum, — það gera kaþólsk-
ir prestar allt af, — en síra Ratti gekk slindrulaust sína
leið og veitti öllum kirkjulegan beina, rétt eins og enginn
1) Um hinn blessaða Jón Bosco sjá rit mitt „Gyðingurinn gang-
andi“, bls. 117—131.