Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 206
Skírnir
Ritfregnir
203
flest það, er menn vita um útilegumenn í íslenzkum bókmenntum.
Rekur höf. þetta efni í 6 köflum, minnist fyrst á menningargrund-
völl þessara sagna (sýnir fram á, að meðal Forngermana hafi frið-
laus maður verið nefndur vargur, í Noregi skógarmaður eða marka-
maður, en á íslandi útlagi, útilegumaður) og rekur síðan söguna,
fyrst íslendingasögur, einkum Gisla sögu Súrssonar, Harðar sögu
og Grettis sögu, síðan ýkjusögur miðaldanna og fornaldarsögur,
þvi næst sögurit miðalda (Sturlungu) og annála og loks síðari tíma
bókmenntir (rit Jóns lærða, frásagnir Jóns Arnasonar í ísl. þjóð-
sögum o. fl.) og hefir um sumt af því notið aðstoðar dr. Einars Ól.
Sveinssonar, einkum um handrit á Landsbókasafni. í næstsíðasta
kafla lýsir hann sameiginlegum einkennum útilegumanna (útliti,
flakki, galdrakunnáttu o. fl.) og dregur síðan saman ályktanir sín-
ar um allt viðfangsefnið í lokakafla. Bókin er mjög fróðleg og
skemmtilega skrifuð og ólik að því leyti mörgum doktorsritgerð-
um. A. J.
Phonetische Platte des Islandischen, bearbeitet von Bruno Kress.
Berlin 1938. 32 bls.
Þetta er hljóðplata, sýnishorn íslenzkrar tungu í safni Berlínar-
háskóla (Institut fiir Lautforschung) og hafa hingað til verið gefn-
ar út í því safni yfir 200 plötur ýmissa tungumála í veröldinni.
Hefir dr. Bruno Kress annazt um hljóðskýringarnar, er fylgja plöt-
unni, en hann hefir, eins og kunnugt er, samið bók um íslenzka
hljóðfræði („Die Laute des modernen Islándischen“, sbr. Skírni
1938). Öðru megin á plötunni er viðtal tveggja íslendinga, er
hittast á götu í Berlín, nauða ómerkilegt (um síldveiði, vítamín
og kvenfólk), en hinu megin stutt ræða um fullveldismál íslands
(mælt af munni fram, óundirbúin). Fylgir þýðing á þýzku og hljóð-
ritun og textinn sjálfur með venjulegum islenzkum rithætti. Ýmsar
smávillur eru í textanum, en einkum finnst manni, að betra sýnis-
horn hefði mátt velja af mæltu máli íslenzku en er á þessari plötu.
Annar segir t. d. je he fengi Moggann, en hinn segir: so færðu
náttla bré frá kærustunni. Þetta sýnir, að íslenzk tunga er að
spillast stórum, er menn hætta að bera orðin rétt fram og sleppa
hljóðum og endingum, eins og þegar danska er illa töluð.
A. J.
Willibald Lehmann (f)= Das Prásens historicum in den íslend-
inga sogur. Konrad Triltsch, Wurzburg-Aumuhle 1939. 68 bls.
Bók þessi er doktorsritgerð frá háskólanum í Bonn og lézt höf-
undurinn skömmu á eftir, að hann hafði lokið prófi sinu. Gat hann
ekki lagt siðustu hönd á rannsókn þessa og einkum ekki lokið við
að rannsaka notkun á præsens historicum í konungasögum, bisk-
upasögum og Sturlungu, er hann hafði í huga. Allt um það er þessi