Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 106
Skírnir
Píus páfi XI.
103
náms til Rómaborgar. Tveim mánuðum eftir þangaðkom-
una, 20. desember 1879, var hann vígður til prests í höfuð-
kirkju heimsins, Jóns kirkju skírara í Laterani, og dag-
inn eftir söng hann fyrstu messu í kirkjunni San Carlo al
Corso, sem liggur við aðalgötu Rómar, Corso Umberto,
skammt frá grafhýsi Ágústusar keisara, og hefir Píus
páfi XI. síðar gert hana að höfuðkirkju (basilica) í minn-
ingu þess. Námi sínu hélt hann áfram í prestaskóla Lang-
barða, í Gregóríusar háskólanum og háskóla Tómasar af
Aquino, og lauk þar á örfáum árum doktorsprófum í heim-
speki, guðfræði og kirkjulögum, og er það fátítt, og þótti
vel gert á sinni tíð.
Þótti þegar af þessu séð, að fræðimannsferill mundi
henta dr. Ratti bezt, og er hann kom til Milano aftur, var
hann gerður að prófessor í trúfræði og prédikunargerð
við prestaskólann þar, því að menn þóttust þegar hafa
fundið merki ræðusnilldar hans, enda var hann bæði fyrr
og síðar annálaður ræðumaður. Þar með var það og fast-
ráðið, að síra Ratti væri ekki falin sálusorg, enda varð
hann aldrei sóknarprestur. Hneigð hans til slíkra starfa
var þó afar mikil, og hann sótti það afar fast að hafa ein-
hver slík störf með höndum og hafði það fram, að hann
var gerður að kapellupresti í nunnuklaustri því í Milano,
sem kennt er við helga kvöldmáltíð og kallað er Cenacle,
og þeirri stöðu hélt hann alla þá tíð, sem hann dvaldist í
Milano, eða rúm 30 ár. Var skylda hans þar sú, að halda
uppi daglegum messusöng, flytja tíðir og vera skriftafaðir
systranna, en hann víkkaði starfið og prédikaði opinber-
lega í kapellunni á hverri viku, og áður en langt um leið
fór hann vikulega að flytja prédikanir á erlendum málum,
ensku, þýzku og frönsku, og þyrptust útlendingar borgar-
mnar að heyra þær. Systur þær, er klaustrið áttu, höfðu
Það að markmiði að ala upp vangæf börn, og tók síra Ratti
Það að sér að kenna þeim kristin fræði, sem hann var þó
ekki skyldur til, og meira en það, hann fór að safna að sér
villuráfandi lýð götudrengja til að kenna þeim, og þeim sið