Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 141
138
Riehard Beek
Skírnir
eg þá þó ei heldr gleyma því, að sama var um hinn mikla
mótstöðumann hans í fjárkláðamálinu, Dr. Jón Hjaltalín,
landlækni, er eg aldrei, þrátt fyrir þann meininga mun,
má minnast án virðingar og velvilja. Enn skal eg bæta
því við, er eg og aldrei hef reynt að leyna, að það, sem
þá gerði kvæðið að nýnæmi á íslandi, var það, að íslend-
ingum kom þar hin fyrsta vitneskja um skáldskap Byrons,
er eg nú hefi reynt að sýna mönnum nokkuð greinilegri
dæmi upp á með hans eigin orðum; en það þykist eg enn
heldr mega telja mér til gildis enn ógildis, að eg varð
fyrstr til að láta menn á íslandi fá nokkuð veðr af þess-
um skáldskap, sem í upphafi vorrar aldar gekk um öll lönd
sem logi yfir akr ... Faraldr er þó ei nein eptirstæling
af nokkuru einstöku kvæði eptir Byron, sem hann sjálfr
og ber bezt með sér. Hann átti ei sem The Giour t. a. m.
að vera neinn „hásöngr ástarinnar“, og mætti heldr, ef
til vill, segja hið gagnstæða þar um; því tilgangrinn var
miklu fremr mest að lýsa ungum manni, er að vísu hefði
tekið nógan, ef til vill, of mikinn þátt í heimslífinu í
kringum sig, en sem ,,gneistinn“ þó aldrei hefði alveg
slokknað hjá, og sem frelsisást á endanum hefði knúið til
að ganga í lið með útlendum uppreisnarmönnum, sem allt
þá var í undirbúningi í Norðrálfunni 1847. í bardagan-
um fær Faraldr banasár og telr síðan harma sína á víg-
velli áðr enn hann deyr, líkt því, að þrekvirkjunum
undan teknum, sem sagt er um Úlf hinn úarga, hersi
ágætan og skáld í Noregi (í Hrafnistu) forðum: „hann orti
drápu á einni nótt og sagði frá þrekvirkjum sínum, hann
var dauðr fyrir dag“. Frelsisást og lctning fyrir hinu
æðsta ásamt tilfinningu fyrir öllu því, er stórkostlegt hefr
einnig verið í heiminum, er kjarninn í eðli Faralds, og að
lýsa honum svo var frá upphafi tilgangr kvæðisins, þó að
það kæmi ei nógu greinilega fram í upphafi og niðurlagi
þess af því mér tókst þá ei strax að orða það sem eg
vildi“.-----
Ekki er það þó að öllu leyti rétt með farið hiá Gísla,
að hann hafi orðið fyrstur íslenzkra skálda til að „láta