Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 215
212
Ritfregnir
Skírnir
viðurkenning bæði á ævistarfi Magnúsar og elju höfundar. Hvað
sem annars má segja bæði um sókn og vörn við þetta doktorspróf,
virðist höf. vel að þvi kominn að hafa áunnið sér hérlendis hinn
virðulega titil doctor theologiæ.
Ekki skal það sagt höf. til lasts, að niðurröðun efnisins í bók hans
er mestmegnis sú sama og var í ritgerð minni. Fyrst eru kaflar um
bernsku- og æskuár Magnúsar og námsár hans í Kaupmh. Þá er lýst
andlega umhverfinu i Danmörku um það bil, er M. E. lauk guð-
fræðinámi sínu. Þá er lýst fyrri herferðinni á hendur þeim Marten-
sen, Kierkegaard og Grundtvig, og guðfræðilegum niðurstöðum
Magnúsar um það leyti. Þá koma Bréfin til Clöru Rafael og þagn-
arbilið mikla frá 1851—63. Þá er innskotskafli, VII. kafli, um
guðfræðilegar stefnur og trúarlegt viðhorf á Þýzkalandi fyrir og
um miðbik 19. aldar. En mest allur síðari helmingur bókarinnar
ræðir um höfuðrit Magnúsar, Jóhannesar guðspjall, Pál og Krist,
Guð og siðbótarmanninn og Gyðinga og kristna, svo og um hina
miklu síðari herferð hans fyrir fagnaðarerindi Krists 1863—73,
og loks úrslitahríðina á fjórða norræna kirkjuþinginu í Khöfn 1871.
Þá er síðast nokkurt mat á guðfræði M. E., afstöðu hans til Lúthers
og dómur samtiðarmanna á honum með nokkrum niðurlagsorðum.
Rit þetta er ritað á góðu og glæsilegu máli, þótt víða finnist
prentvillur, einkum í dönskunni (sbr. bls. 44 og bls. 148—49), og
skal ekki frekar um það fást, En þai< andar alstaðar svo hlýju til
Magnúsar, að það gæti vel heitið apologia pro vita M. E. Höf. hefir
fullan skilning á ævistarfi Magnúsar, innræti hans og viðleitni, og
stingur hvergi, að ég ætla, skoðunum hans undir stól. Er það sann-
arlega góðra gjalda vert af presti i þjóðkirkjunni. En þegar á að
fara að skíra hann réttu nafni, segja, hvar i fylking hann standi,
hverjum trúarflokki hann tilheyri, þá kemur hik á höf. Hann veit
ekki, hvort hann á heldur að nefna hann Unitara eða Nýguðfræð-
ing og bregður þar i vandræðum sínum fyrir sig orðum dr. Jóns
Helgasonar biskups. En Magnús var, í sannleika sagt, hvorugt.
Hann var og vildi vera Krists trúar og ekkert annað, sbr.
það, sem höf. segir sjálfur litlu siðar, þar sem hann kemst svo að
orði um Magnús:
„En meginhugsun Magnúsar var sú, að guðssamfélagið væri al-
veg persónulegs eðlis; engin söguleg persóna eða söguleg atvik
gætu komið því á; það kæmist á alveg milliliðalaust. Fyrir því varp-
aði hann fyrir borð allri sögulegri trú og háspekilegum heilabrot-
um úr bréfum Páls og Jóhannesar guðspjalli, en reisti allt sitt við-
horf á kenningu Jesú sjálfs í ræðum hans, dæmisögum og líking-
um í samstofna guðspjöllunum. I þeim heimildum sér hann hið per-
sónulega guðssamfélag birtast í fegurstri, áhrifamestri og algild-
astri mynd“ (bls. 338). Það er með öðrum orðum hið ómengaða