Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 88
Skírnir
í háum tilgangi
85
saklausrar af því, að hafa nokkru sinni mér vitanlega
stigið á eitt strá yður til miska, þó að nú — þó að héðan
af hati eg vissulega og fyrirlíti yður að verðleikum, því
að eg----------
„Þér hatið mig aðeins á þessari stundu“, greip hann
fram í. „En það kemur eingöngu til af því, að við menn-
irnir höfum ekki í aðalatriðum annað en orð fyrir okkur
að bera, til að geta gert okkur hvern öðrum skiljanlega.
En óvænt orð særa oftast og saxa, hvað varlega sem reynt
er að beita þeim, ekki sízt þegar viðkvæmustu eða torveld-
ustu efni hjartans er um að fjalla. — Að því er mann yð-
ar áhrærir, þá ætlast eg einungis til þess, að hann dragi
sig í hlé, eftir að þér hafið áttað yður til fullnustu, því að
þegar svo er komið, þá á hann áreiðanlega ekkert afdrep
í yðar návist hvort eð er“.
„Ó, þér —. tJt, út, út! Þér — þér eruð svívirðilegur“,
sagði hún og vildi auðsjáanlega segja eitthvað miklu fleira
og meira, en vegna heiftarlegrar, ákafrar geðshræringar
vafðist henni tunga um tönn og tók það ráð að veifa af-
látslaust sínum prúðu, hvítu höndum, eins og þegar leit-
ast er' við að reka suðandi maðkaflugu út um glugga.
Hann hneigði sig lotningarfyllst og roðnaði mjög, en
hann mælti ekki einu orði fleira og veik tafarlaust af hólm-
inum. —
Þegar hann var farinn kastaði hún sér upp í legubekk
°g grét afskaplega, því að móðgunin var svo einstæð og
greypileg, að gegn henni gafst alls ekkert meðal eða nokk-
U1* önnur líkn eða fróun en fossandi straumur saltra tára.
Hún hataði ofboðslega, gaf hugsununum lausan taum og
leyfði þeim að svalka á ólmri, réttlátri reiði stórbrotinn-
ar hefðarkonu, og húii lét sig jafnvel dreyma um harðar
tyftanir og hefnd.
Og samtímis rifjaðist ósjálfrátt upp fyrir henni, að hún
hafði þrásinnis séð þennan mann á götum úti og stundum
veitt honum dálitla athygli. Hún vissi ekki almennilega
ef til vill hafði hann stundum dirfzt að lyfta hattinum
°furlítið og hún þá kvittað fyrir með fíngerðri hneigingu,