Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 231
228
Ritfregnir
Skírnir
sem hún sjálf eða aðrir hafa rannsakað. Þetta gerir bókina
skemmtilegri aflestrar.
Með því að kynnast þeim höfuðþáttum, sem mest ber á í þróun
barnsins á hverju skeiði, gefst bezt tækifæri til að efla þroska þess.
Ef foreldrar vissu t. d., hve rík svefnþörfin er hjá ungum börnum,
myndu þau fá að sofa lengur en almennt gerist í kaupstöðum. En
barnið þarfnast einnig kyrrðar í vöku. Langvarandi slcarkali veikl
ar taugar ungbarnsins og raskar hugró þess. Framar öllu þarfnast
barnið þó viðfangsefna. Án þeirra dafnar það ekki. Þau þurfa að
vera við þess hæfi, samsvara þeim hneigðum, sem ríkastar eru í
eðli þess á viðkomandi skeiði. Svo er um öll hugðarefni. Barnið
þroskast á að fást við þau, ef þau hæfa kröftum þess. Og þessi
þroski leggur oft grunn að gengi mannsins og gæfu. ,,Sú stað-
reynd, að börn frá efnuðum fjölskyldum skera sig úr um andlega
árvekni í fyrstu bekltjum skólans, stafar að nokkru leyti af því, að
þeim hefir verið séð fyrir nægilegum efnivið til nýsköpunar" (bls.
88). Skapandi athöfn er þungamiðja þróunarinnar; framtíð barns-
ins er því háð, að hún stjórnist af eðlilegum, óþvinguðum áhuga.
Og vandi uppeldisins er sá, að glæða barninu áhuga og athafna-
hneigð.
Rúmið leyfir ekki að rekja efni bókarinnar; menn verða að lesa
hana sjálfir. Það borgar sig. í bókinni eru fjölmargar töflur, sem
draga saman niðurstöður margvislegra rannsókna. Frú Buhler not-
ar slíkar töflur mjög mikið í ritum sínum, stundum e. t. v. um of.
Þekking vor á fjölmörgum atriðum sálarlífsins er ekki nógu ná-
kvæm, til þess að setja megi þau fram í linuritum og hundraðs-
tölum. Stærðfræðileg framsetning gefur jafnan hugmynd um ná-
kvæmni og óskeikulleik, sem sálfræðin ræður ekki yfir enn. Og
er ekki hið gagnkvæma samband milli móður og barns, milli bróður
og systur o. s. frv. ekki of fjölþætt og flókið, til þess að hægt sé
að setja það fram í stærðfræðilegum táknum?
Sum grundvallarhugtök bókarinnar, t. d. „ótilkvödd hreyfing",
eru ekki með öllu skýr né rökrétt hugsuð. Mótsögnin felst í orð-
unum sjálfum: „ótilkvödd andsvör“ (bls. 15—16). „Eggjandinn“
kveður sér ,,andsvars“. Frá hagnýtu sjónarmiði taka slíkar rök-
veilur þó aðeins til einstakra atriða.
Það er ekki auðvelt að þýða svona rit, því að íslenzkt mál er
enn lítt þjálfað og mótað á þessu sviði. Þýzkan aftur á móti er eitt
þeirra mála, sem leyfa nákvæmasta greiningu hugtaka, og frú
Biihler lætur sér annara um skýra framsetningu en glæsilega. Þýð-
andinn átti því við margs konar erfiðleika að etja, og má segja, að
Ármanni Halldórssyni hafi tekizt vel að sigrast á flestum þeii'ra.
Þó gætii' þess allmjög í máli, að um þýðingu úr þýzku er að ræða,
og ýms orðatiltæki virðast ekki falla vel við íslenzka málvenju,