Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 32
Skírnir
Einar Hjörleifsson Kvaran
29
sé þó algóður. Já, trúuðum manni eða manni með trúar-
þörf, hljóta að verða þessar kenningar erfitt viðfangsefni,
ef hann um leið er ekki hugsunarlaus eins og skynlaus
skepna.
Þá er Vitlausa Gunna, lengsta sagan í Smælingjum. Hún
er frá 1907. Sagan er mjög vel gerð, og er hún ein hin
þróttmesta, sem Einar Kvaran hefir skrifað. Persónurnar
eru skýrar, samtöl lipur og eðlileg — og í sögunni er glóð
réttlátrar reiði yfir skilningsleysi, ábyrgðarleysi og harð-
úð, en einnig ylur samúðar og kærleika. Við lýsinguna á
Gunnu leggur höfundurinn mest rækt. Hún er ein af hin-
um beztu persónum, sem hann hefir skapað, og segir hann
margt snjallt í sambandi við hana. Þegar Þorvaldur hefir
játað Gunnu ást sína, segir höfundurinn:
„Hún fór1 að raka. En hún sá ekki til í sólskininu“.
Þarna þarf engu við að bæta. En Ein'ar gerir það samt,
og veikir þó ekki áhrifin:
„Þetta var það mesta, sem fyrir hana hafði komið.
Henni fannzt ekkert annað hafa gerzt, síðan hún fæddist“.
Og svo sem, Gunnu er annars lýst, þá verkar það ekki
tilgerðarlega, það sem hér fer á eftir:
„Aldrei hafa föt nokkurs manns verið athuguð af meiri
nákvæmni og alúð en föt Þorvalds. Eitt af stórmálum sál-
ar hennar* var það, að hvergi væri slysagat, hvergi saum-
spretta, hvergi vantaði tölu“.
Eitt af stórmálum sálar hennar ...
Lesandinn fagnar svo því, þegar Gunna fær að lokum að
finna lausn þeirrar gátu, sem hefir árum saman verið
henni óþolandi kvöl.
I sögu þessari kemur enn fram hið margumrædda vanda-
mál. Gunna stríðir við umhugsunina um það, hvernig á því
standi, að sonur hennar hefir verið frá henni tekinn:
„Guð var vondur, ekkert annað en vondur. Var hún ekki
meinlaus smælingi? Var ekki Valdi litli enn meinlausari
smælingi ? Hvers vegna ekki láta þau í friði ? Hvers vegna
vera að níðast á þeim?“
Annað veifið finnst henni svo, að hún sjálf sé það vond,