Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 194
Skírnir Ritfregnir 191
röðinni í öðrum heimildum. Utgefandinn telur, að eitt kver vanti
framan við, og hafi í því verið : 1. stutt ævisaga dýrlingsins, 2. frá-
sögn um dauða hans, 3. fyrstu draumar og jarteinir, 4. frásögn um
alþingi 1198, en þar gerðust 9 jarteinir, en 26 jarteinir þaðan i
frá til 20. júlí sama sumar, þegar heilagur dómur Þorláks biskups
var upp tekinn, 5. upptaka heilags dóms Þorláks og loks 4% jar-
tein, sem vantar framan við samkvæmt öðrum heimildum.
Aðrar frásagnir i handritinu eru ekki eins merkar. Þær eru all-
ar þýddar, og allar til i öðrum handritum, að vísu yngri en þetta.
En þó að þetta sé elzta handrit þessa kyns, þá er það þó ritað eftir
öðru eldra handriti. Þýðingar þessar eru því frá 12. öld, og slær
útgefandi því fram, að þær gætu verið eftir Gizur Hallsson eða
jafnvel eftir Þorlák biskup sjálfan, en þetta eru auðvitað aðeins
getgátur. Pétur SigurSsson.
The Poetic Edda. Translated with an Introduction and Explana-
tory Notes by Lee M. Hollander, Austin, Texas, 1928.
Old Norse Poems. The Most Important Non-Scaldic Verse not
Included in the Poetic Edda. By Lee M. Hollander, New York, Col-
umbia University Press, 1936.
í hópi amerískra fræðimanna, sem lagt hafa sérstaka rækt við
íslenzk fræði, bæði með rannsóknum á þeim og ritstörfum um þau,
stendur dr. Lee M. Hollander, prófessor í germönskum fræðum við
ríkisháskólarjn í Texas, í allra fremstu röð. Hefir hann ritað mjög
mikið i amerísk fræðirit um íslenzkar bókmenntir, sérstaklega forn-
bókmenntir vorar, og verður það ekki talið hér. Vísa eg þeim, sem
um það kunna að vilja fræðast, til greinar minnar „Prófessor Lee
M. Hollander og íslenzk fræði“ (Tímarit Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi, XIX. ár, 1937). Hér vil eg aðeins draga athygli
lesenda Skírnis að höfuðstai'fi dr. Hollanders í þágu íslenzkra
fræða: umfangsmiklum þýðingum hans af fornkvæðum vorum á
ensku, og það því fremur, sem þeirra verka hans hefir að mjög
litlu einu verið getið á íslandi. Fylgi eg að miklu leyti því, sem eg
hefi um það efni ritað i framannefndri grein minni.
Verður þar fyrst fyrir, í tímaröð, þýðing hans á Sæmundar-Eddu
(The Poetic Edda, 1928), er ríkisháskólinn í Texas gaf út. Hafði
þýðandi þó lokið við hana allmörgum árum áður. Hún ber fræði-
mennsku hans fagurt vitni. Þýðandinn er auðsjáanlega þaulkunn-
ugur hinum nýjustu Eddukvæða-rannsóknum, þó hann láti eigi ber-
ast fyrir hverjum kenningaþyt í þeim fræðum; enda væri það langt
fi'á því að vera æskilegt, því að þar kennir svo margra grasa og
misjafnlega kjarngóðra. Viturlega hefir þýðandi valið þann kost-
]nn, að leggja eina af helztu og vönduðustu útgáfum S'æmundar-
Eddu til grundvallar þýðingu sinni: útgáfu Hugo Gerings. Ekki