Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 187
184
Ritfregnir
Skírnir
andríki og hugkvæmni, hyggja gott til að fá sögu Noregs frá hans
hendí, og þessi bók veldur þeim engum vonbrigðum. Hún er ein
þeirra bóka, sem lesandinn leggur frá sér, að lestri loknum, með
þeim ásetningi, að lesa hana aftur.
Tvennt er það einkum, sem mér finnst vera nýjung við þessa
bók. Elztu rituðu heimildirnar, sem vér höfum um Norðurlanda-
búa eru ekki frá þeim sjálfum, heldur frá þjóðum sunnar í álf-
unni, sem kynntust þeim á vikingatimunum og fyr. Þær heimildir
eru mjög á tvistringi, og hafa að vísu verið notaðar fyr margar
hverjar, en eg efast um, að nokkur annar höfundur hafi farið eins
víða í því efni og próf. Paasche gerir eða notað þær fimlegar en
hann. Hitt er það, að hann leggur meiri áherzlu á það, en menn
gera að jafnaði í rituni um þessi efni, að sýna sálarlíf mannanna,
sem hann skrifar um, hugarfar þeirra og viðhorf við tilverunni.
Bók þessi á í rauninni jafnt erindi til vor! Islendinga eins og til
Norðmanna, því forsaga þeirra er að nokkru leyti forsaga vor. I
bókinni er kafli um landnámið hér á landi og fer höf. þar aðallega
eftir Landnámabók. Eina athugasemd vil eg gera við þann kafla.
Höf. nefnir Öræfajökul Ubygdsjöklen. Öræfi merkir að visu óbyggð-
ir í nútíðarmáli, en í fornu máli hafði það merkinguna hafnleysa,
og það er varla að efa, að byggðarlagið Öræfi og jökullinn, sem
við það er kenndur, hafa tekið nafn af hinni illu landtöku á brim-
söndunum fram af byggðinni.
Nokkrar myndir eru í bókinni, þar á meðal fáeinar héðan frá
Islandi. Eru þær teknar eftir: Das unbekannte Island Walther
Heerings, og gætu verið betur valdar. Ó. L.
íslenzk fomrit. VIII. bindi: Vatnsdæla saga, Hallfreðar saga,
Kormáks saga, Hrómundar þáttr halta, Hrafns þáttr Guðrúnarson-
ar. — Einar Ól. S’veinsson gaf út. — Hið íslenzka fornritafélag.
Reykjavík MCMXXXIX. cxxiij-)-356 bls., 6 myndir og eitt landa-
kort.
Einar Ól. Sveinsson hefir búið þetta bindi allt undir prentun og
ritað langan og rækilegan formála. Tekur hann þar til meðferðar
svipuð viðfangsefni og áður hefir verið gert í þessu safni. Ritar
hann fyrst stuttan en greinargóðan kafla um sagnaritun almennt
í Húnaþingi, þó að það sé vitaskuld ekki tæmandi, síðan víkur hann
að einstökum sögum. Ætlar hann helzt, að ritun Vatnsdælu standi
í einhverju sambandi við Hvammverja í Vatnsdal á 13. öld, og höf.
haldi fram dalnum og höfðingjum þar á kostnað annarra sveita og
höfðing'ja, en megin-tilgangur höf. sé að lýsa því, hvernig höfð-
ingjar ættu að vera, enda var stjórnarfar hér á landi um þær mundii'
með þeim hætti, að ástæða gat verið til þess. Kemur hér fram skoð-
un, sem öðru hvoru hefir örlað á, að Islendinga sögur væru ritað-