Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 98
Skírnir
í háum tilgangi
95
„Að við eignumst — eignumst saman svoleiðis son?“
„Og það skiptir svo ósköp litlu máli, yndið bezta. Allt
er undir hinu komið, að gleðjast saman, unnast og —
njótast“, sagði hann.
„Það getur skeð að þér finnist svo nú orðið; en ein-
hverntíma var þó takmarkið hærra sett, minnir mig væri,
því að þú hefir sagt — hefir margsinnis sagt hitt. Og eg
hefi vonað — eða stundum trúað því svo fastlega".
„Gott og vel, elskulegust, við skulum bæði trúa ; allt
Veltur sem sé á því, að treysta á sjálfan sig og trúa nógu
örugglega á framgang hlutanna. — Jú, eg þori að ábyrgj-
ast að þú eignast son, og þrár okkar hafa sannarlega ver-
ið af því taginu, eða þannig til sambands; okkar stofnað,
að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, að sonurinn yrði
einmitt með þeim yfirburðum, sem þig — og sem okkur
dreymir raunar bæði tvö“.
„Það er kannske barnaskapur af mér“, mælti hún hljóð-
látlega. „En mér finnst, að því aðeins gæti eg bætt fylli-
lega fyrir misstig mín, eða afplánað sumar hálfgerðar
misgerðir, sem fólkið mun víst nefna svo, að — að þetta
gæti orðið eins og þú fullyrtir í upphafi“.
„Heyrðu nú, góða mín. f sambandi við okkur máttu
aldrei nefna nein misstig eða misgerðir. Ástir okkar og
Þrár hafa vissulega frá fyrstu stundu verið hafnar yfir
fágu hugtökin. Hitt er annað mál, að allt, sem í veginum
stóð, hlaut auðvitað að víkja til hliðar. — Móðir þjóð-
niærings skyldirðu verða. Og hefir ekki anzi margt á dag-
mn komið af því, sem eg sagði fyrir um samband okkar
eða samvistir?“
>,Jú, fram að þessu flest eða — eða nærri allt, allt“,
svaraði hún í hálfum hljóðum. Og þegar viðræðurnar í
húmkyrrðinni enduðu í gagnkvæmum skilningi og fullu
samkomulagi, hætti þeim einatt við að þyrlast út í hafsjó
nautnarinnar. — —
Eftir á ríkti síðan þögnin undir nætursvefninn og bæði
hugsuðu sitt. — Jafnvel þó að láhugi hans virtist naum-
ast eins funandi nú og stundum áður fyrir vissum, sam-