Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 13
10
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
afbrotið. Fólkið var meira að segja haldið sadisma, til-
hneigingu til að kvelja aðra, og þá einkum lítilmagnann,
því hann gat ekki goldið í sömu mynt. Þess vegna var
refsað fyrir tyllisakir, og þess vegna var börnum boðuð
refsingin löngu fyrirfram, þeim lagt upp á, að hugsa um,
hvernig mundi nú verða að vera flengdur eða flengd dá-
lítið fastara en vant var. Og þessi uppeldisaðferð var svo
búin að gera börnin, jafnvel á ungum aldri, að hálfgildings
sadistum ... Sigga litla gladdist yfir því svona til að byrja
með, að Ólöf skyldi fara í vonda staðinn.
Þetta er Ijót lýsing, og fólk mun segja: Þetta eru skálda-
ýkjur. En sannleikurinn er sá, að þetta er ekki miklar
ýkjur. Trúin var yfirleitt eins og hér hefir verið lýst. Við
hana bættist svo hjátrúin í sínum óteljandi myndum, og
hún var auk djöflatrúarinnar voðaskelfir barna og unglinga
og mjög mikils metin af mörgum til hjálpar við barna-
uppeldi. Og sadisminn — hann var algengari, en menn
almennt gera sér grein fyrir og er það jafnvel enn. Þeir,
sem sjálfir hafa drukkið í sig óttan við hræðilegar refs-
ingar á himni, á jörðu eða í undirdjúpunum — hafa
drukkið í sig skelfingu svartrar samvizku með móður-
mjólkinni, þeir hafa á öllum tímum fundið meiri og minni
svölun í því að misþyrma lítilmagnanum. Skelfingunni
fylgir svo gjarnan trú á allskonar hindurvitni, og er þá
ekki sízt gripið til ýmsra töfragripa til halds og traust.
Já, svona er þetta að nokkru leyti enn, en áður, og það
ekki fyrir löngu, mátti segja að allstór hluti þjóðarinnar
væri einskonar Ólöf gamla, sem gengi um með sínar stóru,
blárauðu, hnúamiklu hendur og leitaði sjálfri sér svölunar
í kvölum skelfingar og vondrar samvizku með því að refsa
þeim, sem varnarlausir voru og hræða þá með eilífum
kvölum, haldandi sig reka erindi guðs hins almáttuga og
algóða og uppalandi börn sín og annarra í guðsótta og
góðum siðum, syngjandi Passíusálma og helgandi þá sér til
verndar og varnar og lesandi hugvekjur, þar sem fram-
settar voru skelfilegar hugsanir og kallaðar guðs heilaga
orð.