Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 90
Skírnir
í háum tilgangi
87
sinn, heldur læsti hún það niður í hirzlu hugans og gerði
það að einni af sínum dýpstu leyndum.
* H=
*
Fáeinum dögum síðar hófust blómsendingarnar, — sí-
fellt nýir og nýir, nafnlausir blómsveigar í öllum vorsins
undursamlegustu skrúðlitum. Hún hataði þennan stöðuga,
ósvífna blómsturhernað, enda fór hún nærri um, hvaðan
rósirnar mundu runnar. En það bar þó til, þegar stúlkan
færði henni hinar fögru gjafir vorsins inn í stofuna, að
hún tók stundum við blómvöndlunum með annarlegum
ungmeyjarroða á vöngum, gleymdi sér augnablik, en hrökk
síðan upp af hugdvalanum í næsta vetfangi og tætti þá
blómin sundur af óskiljanlegri heift, svo að þernan fékk
naumast tára bundizt vegna harðleikninnar við guðdóm-
legustu dýrð vorsins. Sjálf bar hún síðan hryggileg slitur
hinna fögru rósa ýmist út í öskutunnuna eða þá að hún
fleygði þeim á eld brennanda inni í miðstöðvarherberginu.
En blóm eru blóm, og sú tunga, sem blómstur vorsins
tala, er tungan hamingju og hárrar sældar. — Þegar vel
var að gætt mátti og oftast finna, einhvers staðar inni í
niyrkviði blómsveiganna, ofurlítinn bréfmiða, samanvaf-
inn í harðan hnút, líkt og tombóluseðil, en væri hann rak-
inn úr vöfum kom ávallt í ljós ein, stutt setning á hverj-
um miða um sig, misjafnar og margvíslegar áletranir, en
allar þó með svipuðu markmiði: „Aðeins íslands vegna“
stóð á einum. Á öðrum var bara: „Ást og þrá“. En stund-
um fylgdi þó enginn miði með, hvernig svo sem leitað var,
°g þá bar það til, þegar tímar liðu fram, að hún fann líkt
°g undurlítinn eim vonbrigða, er svifaði að huga.
Þegar frá leið, hugleiddi hún stundum með skynsemi og
stillingu allar öfgarnar, heimskuna og orðaflauminn, sem
flætt hafði yfir hana á björtum, liðnum maímorgni. Iienni
°fbauð að vísu eins og áður frekjan og óskammfeilnin, en
samt fann hún, að falizt hafði pínulítill sannleiksneisti í
sumu, sem hann sagði, til dæmis því — að óvæntum orð-
Urtl» sem fjölluðu um dýpstu leyndir hugar eða hjarta, þeim