Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 15
12
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
höfðu undan böndunum og gefa þeim sýn, sem myrkra-
setan hafði blindað. Honum sjálfum var ekki nóg að losna,
og þá gat varla öðrum verið það einhlítt. Hin ríka samúð
hans með smælingjunum náði jafnvel út yfir gröf og
dauða, og hans heita, en aldrei hatramma andúð fylgdi
þeim, sem harðræðinu beittu, fram á grafarbakkann, en
þar tók — að minnsta kosti á seinni árum — kærleikur
hans við.
3.
Árið 1923 sendi Einar Kvaran frá sér Sveitasögur,
gamlar og nýjar. í þær hafði hann tekið tvær af hinum
gömlu sögum sínum, sem hann hafði ekki áður látið fylgj-
ast með í smásagnasöfnum. Hann hefir því talið sér þær
samboðnar frá sjónarmiði listar og lífsskoðunar, þó að,
eins og hann segir ,,mér sé það ljóst, að ég rita nú nokkuð
á annan veg og hugsa öðruvísi en fyrir 40 árum, og líka
öðruvísi en fyrir 27 árum“.
Höfundur þessarar greinar telur rétt að halda sér við
sögur, sem höfundurinn sjálfur hefir viðurkennt að séu
hold af hans holdi og blóð af hans blóði, en séu hvorki frá
sjónarmiði listar né lífsskoðunar meira eða minna fálm
eða flýtisverk.
Elzta sagan, sem Einar Kvaran hefir tekið í Sveitasögur,
er frá árinu 1883, en það ár varð Einar Kvaran 24 ára.
Sagan heitir Sveinn káti.
Það er fljótséð við lestur þessarar sögu, að hún stendur
mjög að baki hinum síðari sögum höfundarins að frásagn-
arlist — og þá einkum samanþjöppun efnisins í listræna
heild. En mjög skýr mynd er þar dregin af einni persónu,
Sveini káta.
Eins og ég býst við, að flestir af lesendur Skírnis hafi
gert sér grein fyrir, er stíll Einars Kvarans yfirleitt með
afbrigðum léttur og lipur, en ekki að sama skapi litríkur,
og aldrei verulega þróttmikill. Einar notar heldur ekki
tiltakanlega mikið af þeim orðaforða, sem íslenzkan hefir
upp á að bjóða, t. d. ekki ýkjamargt af lýsingarorðum. En