Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 196
Skírnir
Ritfregnir
193
um. Þýðandi hefir þó tekið með í safn þetta þrjú kvæði, sem al-
mennt teljast til skáldakvæða: ,,Haraldskvæði“ (Hrafnsmál) Þor-
björns hornklofa, „Eiríksmál" eftir ókunnan höfund og „Hákonar-
mál“ Eyvinds Finnssonar skáldaspillis. En því mun þýðandi hafa
tekið þessi kvæði í safn sitt, að þau eru ort undir Eddukvæðahátt-
um, þó að þau séu hrein skáldakvæði að efni til: konungalof.
Annars kennir eigi lítillar fjölbreytni í þessu þýðingasafni dr.
Hollanders, þvi að auk fyrtaldra kvæða eru þar meðal annars eftir-
farandi kvæði og kviður: „Bjarkamál in fornu“ og ýms önnur kvæði
úr Fornaldarsögum Norðurlanda, „Darraðarljóð“, „Buslubæn",
„Tryggðamál" úr Grágás (Konungsbók), „Heiðreksgátur“ (Gátur
Gestumblinda) og „Sólarljóð“. Um „Bjarkamál in fornu“ skyldi
það tekið fram, að af þeim hafa varðveitzt slitur ein, en danski
fræðimaðurinn Axel Olrik hefir endurkveðið kvæðið á grundvelli
hinna fornu sagna, og eftir þeirri endursamningu hefir dr. Holl-
ander gert þýðingu sína.
Um þetta þýðingasafn dr. Hollanders er svipað að seg'ja sem um
Edduþýðingu hans, enda fylgir hann sýnilega sömu meginreglum.
Þýðingarnar eru jafnaðarlega nákvæmar mjög að efni, ágæt fræði-
mennska þýðanda lýsir sér hér á hverju blaði. Málið er þó, sem
fyrri daginn, ósjaldan fyrnt um skör fram, og hin virðingarverða
viðleitni þýðandans í þá átt, að fylgja öllum bragreglum hins forna
skáldskapar gerir þýðingarnar víða stirðaír og hjáróma í eyrum nú-
tíðarmanna. ■ Sumstaðar ' hefir honum þó prýðilega tekizt, bæði
um meðferð efnis og máls. Þá sýnist mér sem þýðingasafn þetta
sé í heild sinni auðlesnara en Edduþýðing pi'ófessorsins.
Góður og gagnorður formáli fylgir safninu úr hlaði; auk þess
eru allítarlegar inngangsgreinar að hverju kvæðanna urn sig og
neðanmálsskýringar við þau. Er safnið því að öllu samanlögðu hið
merkasta rit og mun víðlesið af fræðimönnum og öðrum þeim, sem
áhuga hafa á norrænum bókmenntum og fornenskum, því að sum
kvæðin í safni þessu fjalla um efni, sem sameiginleg eru þeim bók-
menntum báðum.
Siðan umrætt þýðingasafn kom út, hefir dr. Hollander sent frá
sér enska þýðingu á einhverju allra merkasta og stói'brotnasta
kvæði í íslenzkum bókmenntum að fornu og nýju: „Sonatorreki“
Egils Skallagrímssonar, ásamt glöggskyggnri inngangsritgerð um
skáldið og kvæðið (Scandinavian Studies and Notes, February,
1936). Þýðingin er hin fræðimannlegasta sem aðrar þýðingar dr.
Hollanders, þræðir hugsun og Ijóðform frumkvæðisins, en jafnframt
er hún samt æði stirðkveðin og fornyrt. Ekki er þó nema sann-
gjarnt, þegar sá dómur er upp kveðinn, að hafa það hugfast, hversu
magni þrungið og hugsun hlaðið kvæði þetta er á frummálinu.
Slík kvæði verða seint flutt á aðra tungu, svo að eigi verði sumt
13