Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 18
Skírnir
Einar Hjörleifsson Kvaran
15
síðan af ótta við eilífa útskúfun. Sektar- og vanmáttartil-
finningin var honum í blóð runnin. Og hinn tuttugu og
þriggja til fjögurra ára Einar Hjörleifsson segir:
„Eg hefi oft hugsað um það síðan, að ef hann hefði átt
að fara illa, þá hefði það loksins bara orðið fyrir það, að
hann hefði lifað, og það hundalífi“.
Uppreistarandinn gegn hinum viðteknu kenningum er
þarna nokkuð auðsær.
Svo er þá Sveinn káti. Hvernig er afstaða hans til guðs
og eilífðarmálanna? Hann segir:
„ ... Til helvíti^ fer eg nú ekki ... Eg hefi aldrei gert
guði neitt ... Og ef eg fer til himnaríkis, nú þá held eg
sé nú ekki margt að. Og ef eg fer ekkert, heldur verð bara
svona að mold, já ^ þá má gjarnan fyrir mér hin höndin
kala af mér líka, því eg veit ekkert af því ...“
Enn fremur segir Sveinn:
„Eg veit ekki, hvernig á því stendur, að sumir eru trú-
menn og aðrir eins og eg og mínir líkar. Eg skil ekki, að
þeir sjálfir ráði neinu um það, eða hafi verulega ábyrgð
á því. Þetta er allt of flókið fyrir mig. En eg geri ráð
fyrir, að guð geti greitt úr því. Presturinn minn ætlaði
líka einu sinni að fara að telja mér; trú um, að guð hefði
ætlað að laða mig að sér með því að taka Guðrúnu frá mér
og láta mig lenda á sveitinni — það er að segja, hann
sagði það ekki fullum stöfum, en það var nú víst samt
meiningin. En hann gætti ekki að því, sá góði mann, að
ég gengst aldrei fyrir illu. En eg er nú fyrir mitt leyti
sannfærður um, að það var alls ekki guð, sem tók Guð-
rúnu frá mér og lét mig fara á hreppinn. Því fyrst hún
var orðin svona veik, og ekki náðist í lækninn, þá varð
hún víst að deyja“. (Leturbreyting Einars Kvarans).
Það er greinilegt af sögunni, að sagt er frá Sveini sem
alþýðlegri andstæðu niðursetukarlsins, sem þjáðist af ótta
við eilífa útskúfun. Eins og áður er sýnt, getur höfundur-
inn með engu móti sætt sig við það, að raunveruleg ástæða
hafi verið til þess fyrir gamla manninn, að óttast eilífa
glötun. Það má svo gera ráð fyrir, að Einar Kvaran sé