Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 223
220
Ritfregnir
Skírnir
Þriðji kafli er um þróun leikhvatar og tegundir leikja á hverju
stigi, og fjórði lcafli um sálarlíf hins leikandi barns.
Þá er loks fimmti kafli um valið á leikföngum fyrir hvert aldurs-
stig; brennir höf. þar réttilega bæði fyrir Fröbels- og Montessori-
dýrkunina og sýnir fram á, hvaða leikföng hæfi bezt hverju stigi,
auk þess sem bókin er full mynda af leikandi börnum og barnaleik-
föngum, ásamt viðbæti, er skýrir myndirnar og greinir frá heil-
brigðiseinkennum hvers aldursstigs.
í sambandi við leikföngin og leikfangagerðina vildi ég mega
segja, að í stað hinna dýru, bráðónýtu erlenduj vélgengu leikfanga
og hinna klunnalegu innlendu leikfanga, sem eru rekin saman af
litlum smekk og enn minna viti á leikþörf barna, ætti einhver hag-
ur maður og hugkvæmur að gangast fyrir því, að gerðir yrðu
kubbakassar í líkingu við kassa þá og kubba, sem sýndir eru á 29.
og 30. mynd, ojg búa má svo margt til úr. Ef til vill gæti og einhver
búið til innlendan hnoðleir handa börnum. En bezt væri, að kenna
börnunum sem mest að búa til sín eigin leikföng.
Hér er þá bent á fyrstu fjölþættu þroskaleiðina, hina mai'gvís-
legu leiki ungbarna. Hver verður svo næsta þroskaleiðin, er höf.
lýsir? Ég vænti þess, að hann haldi áfram og hætti ekki við svo bú-
ið, og að næst komi frá honum hugðnæmar lýsingar á bernsku- og
unglingaárunum. Þar er skarð í bókmenntir vorar, sem vert væri
að fylla. Á. H. B.
Kristmann Guðmundsson: Gudinnen og oksen. H. Aschehoug &
Co. Oslo (W. Nygaard). 1938.
Skáldsaga þessi gerist á eynni Krít í Grikklandshafi um 1400
f. Kr. og lýsir lokaþættinum í hinni fornu menningu eyjarinnai',
þegar hin auðuga höfuðborg hennar, Knossos, er rænd og brennd
af siðlitlum þjóðum frá Grikklandi. Höf. lýsir menningu þessa
timabils, en þar speglast nútíðin með öllum hennar mörgu vanda-
málum, og er það að einu leyti óviðkunnanlegt, en getui' á hinn
bóginn sýnt hliðstæði jafn-þróaðra menninga (eða ,,samtíða“ tíma-
bila, eins og Oswald Spengler myndi hafa kallað það).
Aðalpersóna sögunnar er ungur, fátækur maður norðan af Balk-
anskaga, sem verður stórmenni á Krít, en týnir sál sinni, — leitar
hennar hjá ótal konum, en finnur ekki, fyr en í dauðanum.
Sagan er ljómandi vel rituð, og hinai' menningarsögulegu lýs-
ingai' gefa henni aukið gildi, en annars er listræn gerð hennar með
afbrigðum góð. Er hún likleg til að auka hróður höfundarins.
Það, sem hér liggur fyrir, er öll sagan á norsku, en í fyrra kom
fyrri helmingur hennar út á íslenzku, og þyrftu islenzkir lesendur
að fá seinni hluta hennar á sínu máli sem fyrst.
Jakob Jóh. Smári.