Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 173
170
Stefán Einarsson
Skírnir
ávallt átt mjög erfitt uppdráttar á íslandi. Hinsvegar
virðist sagan falla mjög vel inn í austræna hætti hinna
voldugu höfðingja, umkringda af augna-þjónum, sem taka
mútur fyrir vik hvert. Sagan er þannig miklu sennilegri
í Þúsund og einni nótt en í Morkinskinnu.
Ýmsum getum mætti að því leiða hvernig sagan hefði
borizt til Norðurlanda. Þess er þá fyrst að minnast, að
samtímis Mas’udi var í Bagdad arabiskur trúboði og ferða-
langur, er Ahmad Ibn-Fadlan hét. Hann fór (921—22) að
erindum Kalífans norðvestur í Volga-héruðin í Rússlandi
og hitti þar fyrir sér norræna (sænska) víkinga (Rus),
sem hann lýsir mjög nákvæmlega; er þetta hin fyrsta lýs-
ing, sem til er af víkingum á þeim slóðum, og er hún því
víðfræg, þótt ekki geti hún talizt fögur.1) Frá þeim tíma
hafa sennilega verið óslitnar samgöngur milli Norðurlanda
og Miklagarðs, þótt slitróttar séu sögur af Væringjum og
fáar jafn-merkilegar og saga Haralds harðráða á 11. öld-
inni. En það er einmitt Haraldur konungur, sem situr að
völdum í Noregi, þegar Auðun kemur þangað með björn
sinn um miðja öldina. Loks er enn ein leið, sem sagan gat
borizt með suðaustan úr löndum, og hún líklegust: það er
leið presta og pílagríma til og frá Róm. Auðunn var sjálf-
ur Róm-fari, og Liestöl hefir rakið feril Kettu-sagnarinnar
til þjóðbrautar Rómfaranna. Sagan um helming launanna
fellur og ágætlega inn í það umhverfi, því að hún er upp-
lögð dæmisaga fyrir prédikara, enda þótt hún kæmist ekki
inn í prédikanasöfnin fyr en á 14. öldinni. Það er líka
síður en svo loku fyrir það skotið, að fátækir krossfarar
og pílagrímar hafi í raun og veru sannað dæmisöguna á
sjálfum sér við dyr voldugra höfðingja þessa heims og
himnaríkis.
Það var því alls ekki illa til fundið, að nota þessa sögu
í þættinum af Auðuni. Spurningin er, hvort höfundurinn
hefir aðeins þekkt þá gerð, sem hann notar, dæmisöguna
1) Sbr. The Encyclopaedia of Islam, Leyden—London 1913—1936,
vol. III: 1181 undir Rus.